Freysier

Krein fjölskyldan


28.2.03
 
HANN Á AFMÆLI Í DAG

Jóhann Már Jóhannsson á afmæli í dag. Hanner 21 árs. Til hamingju með afmælið! Hérna er mynd af súperstjörnunni.


 
Hósanna heysanna

Djöfulsins snilld er Jesus Christ Superstar. Mikið að hlusta á þessa „rokkóperu“ þessa dagana eftir fremur góða hvíld frá henni (þetta er sko kvikmyndaútgáfan). Já, sumir vilja eflaust meina að þetta sé DJÖFULSINS snilld en maður veit ekki...

Textinn er eiginlega ekkert síðri en tónlistin. Ég held að besta línan sé þegar Kaíafas æðstiprestur reynir að sannfæra Júdas um að hann hafi breytt rétt og bjargað þjóðinni eftir að hafa svikið Jesús í hendur yfirvalda: „You'll be remembered forever for this.“

En ef til vill er mesta snilldin að hafa Júdas Ískaríot svartan í kvikmyndinni.


26.2.03
 
Kl. 22:41 (skv. Textavarpinu)

Ekki missa af The Office í kvöld. Næst síðasti þáttur í geðveikt fyndinni breskri þáttaröð. Veit að Gannels missir ekki af honum!


25.2.03
 
Gannels in memoriam

Jæja, Gannelsinn sjálfur, „mentorinn“ minn, er endanlega hættur að blogga. Hann gaf út yfirlýsingu þess efnis í gær en var reyndar löngu hættur. Það er erfitt að horfa á eftir góðum og ljúfum dreng. Eftir bjartan daginn kemur nótt.

Gannels verður sárt saknað.


20.2.03
 
Heilræði til blankra

Ég fór í mat í gærkvöldi til Svövu systur. Hún bauð upp á hakk og spagettí. Hún sauð alltof mikið af spagettíinu þannig að ég „fékk“ að hirða afganginn. Og nú er ég að borða afraksturinn af eldamennskunni á því. Spagettígraut! Þar sem systa sauð nú spagettíið í gærkvöldi er engin þörf á að endurtaka það. Þannig að maður lætur bara mjólk í pott með því og lætur malla þangað til það byrjar að sjóða. Smakkast svipað og makkarónugrautur. Alveg ágætt. Væri samt alveg til í smá kanilsykur. Reyndar hefði verið sniðugt að nenna að búta spagettíið niður svo ég þyrfti ekki að borða þetta með skeið og gaffli.

Nú er bara að vona að Bryndís Schram lesi þetta.


19.2.03
 
Radiohead á lífi

Radiohead eru búnir að taka upp næstu plötu sína. Vefsíðan greenplastic.com sýnir lagalistann yfir þau lög sem gætu komið til greina á nýju plötunni.

NME.com segir að líklegasti útgáfudagur nýju plötunnar sé 16. júní. Svo verða Radiohead víst á nokkrum festivölum í sumar skv. NME og segir líklegt að þeir verði á Glastonbury-hátíðinni sem haldin verður 27.-29. júní. Fréttablaðið nefnir í dag að það sé möguleiki á að þeir verði á Hróarskeldu. Ef svo verður mun ég deyja úr öfund út í alla þá sem ég þekki og eru að fara. En Hróarskelda og Glastonbury verða á sama tíma þannig að Radiohead kemst líklega bara á annað festivalið.

Sumir eru væntanlega mjög spenntir fyrir nýrri tónlist frá Radiohead. Hér að neðan hef ég ákveðið að setja tvö lög sem eru óútgefin en gætu endað á nýju plötunni sem NME segir að hafi bæði vinnuheitin 2+2=5 og Are You Listening. Þetta eru lögin Lift og There There. Að auki bætti ég við laginu Motion Picture Soundtrack sem var á plötunni Kid A sem kom út árið 2000. Þessi útgáfa er akústísk og að mínu mati mun betri en sú sem endaði á Kid A og var reyndar frekar léleg að mínu mati (hundleiðinlegur hörpuleikur Jonny Greenwood eyðilagði ýmislegt auk þess sem lagið var allt of hægt spilað). Það er meira að segja auka erindi í þessari útgáfu sem því miður var fellt út í stúdíó-útgáfunni. En þar sem þetta eru ekki mp3-lög þarf að hafa svokallað vqf-plugin til að hlusta á þessi lög í Winamp. Því er hægt að downloada hér að neðan líka. Það þarf að installa þessu vqf-plugin í folder sem kallast plugins sem ætti að vera inni í Winamp-foldernum.

Ef til vill fleiri Radiohead-lög síðar (í vqf-formati)!

vqf-plugin
Lift
There There
Motion Picture Soundtrack

Efnisorð:




 
Afmæli

Hinn mikli Michael Jordan átti afmæli 17. febrúar sl. Gleymdi alveg að óska honum til hamingju með árin 40 en hann er nú ekkert sérlega langrækinn, sem betur fer.

Svo fer nú að styttast í afmæli sumra sem vissara er að gleyma ekki! Þá yrði mér líkt við Brútus, aftur.


14.2.03
 
In My Life

Lagið In My Life með Bítlunum af plötu þeirra Rubber Soul frá árinu 1965 þykir mér vera algjör snilld. Fyrir þá sem eru sama sinnis ættu endilega að ná í lagið í útgáfu með Sean Connery annars vegar og Johnny Cash hins vegar. Mjög skemmtilegar og frumlegar útgáfur, þó sérstaklega í búningi Connerys.


13.2.03
 

Björn sendir skilaboð:


„Halló... halló.“


Eins og svo mörgum er kunnugt eru Björn, Sigrún og Tommi á ferðalagi um Evrópu. Þau hafa verið á flakki í rúman mánuð og enn er um rúmur mánuður í að þau komi heim. Ferðinni er nefnilega fljótlega heitið til Tælands.

Fyrir okkur, sem erum farin að sakna þeirra verulega, getum við nú séð Björn í um 10 sekúndna video-file með því að ýta hér til að stytta okkur stundirnar.

Efnisorð:




 
Algjör súkkulaðirúsína

Núna er lag í gangi, og búið að vera alllengi á Skjá Einum og Popp Tíví, sem heitir Kókómalt með Igor. Ég veit ekki hvort Igor sé hljómsveit eða hvort það sé strákurinn sem rappar. Hann var með lag í hitteðfyrra sem heitir, að mig minnir, Ég geri það sem ég vil.

En í laginu Kókómalt er Igor greinilega að gera grín að svokölluðum „steríótýpum“. Þetta eru með öðrum orðum eiginlega „hnakkar“ sem hann er að setja út á. Hver man ekki eftir laginu með Buttercup sem heitir, að því ég best veit, einnig Kókómalt þar sem Íris, þáverandi söngkona söng: „Ég get allt/ ég er brún eins og kókómalt.“ Í viðlaginu sínu „syngur“ Igor sem sagt sömu orð. Í umtöluðu lagi segir stelpan sem rappar með honum: „Strákar eru súkkulaði, stelpur kókómalt.“

Fyrst þegar ég sá þetta myndband hugsaði ég hvernig í ósköpunum hann gæti leyft sér að hæðast að þessu lagi (látum nú vera að hann geti hæðst að „hnökkum“), ekki þótti mér það mikið til tónlistar hans koma. En svo það sem fyllti endanlega mælinn var það þegar ég sá Igor (köllum „frontmanninn“ það, hvort sem þetta er sveit eða ekki) þegar hann ákvað að taka þátt í ákveðnu átaki gegn reykingum sem bar yfirskriftina: Hættum að reykja. Þar rappar hann í lagi með ekki minni súkkulaðistrákum og kókómaltstelpum en þeim Hreimi í Landi og sonum, Jónsa í Í svörtum fötum, Birgittu í Írafári og Jóhönnu Guðrúnu. Lagið er annars algjör hörmung og fær mann eiginlega til þess að hugsa alvarlega um það að byrja að reykja, svona í mótmælaskyni.

Er Igor ekki súkkulaði?


11.2.03
 
Transformer Man

Ég á DVD með Neil Young á tónleikum í Berlín frá því árið 1983. Ekki nóg með það heldur á ég þessa tónleika líka á VHS. Það væri frábært, þar sem Neil Young er nú frábær tónlistarmaður, ef ekki væri fyrir það að þetta eru ömurlegir tónleikar. Þeir sýna hann á sínu allra versta skeiði á ferlinum! Ástæðan fyrir því að ég á þessa tónleika bæði á mynddiski og myndbandi er eiginlega tilviljun...

Neil Young tekur þarna lög með ógeðslegum tölvuhljóðum þannig að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Ég ákvað að skellihlæja. Hörðustu aðdáendurnir sem ég þekki, Davíð og Tommi, eru ekki búnir að fyrirgefa mér fyrir að hafa sýnt sér þetta. Upp úr standa í ógeðslegheitum lögin Computer Age og Transformer Man.

Nú um daginn náði ég mér í Unplugged tónleika með Neil Young á Kazaa (ótrúlegt hvað sumir tónlistarmenn eru örlátir að hafa þetta á netinu). Þar tekur Neil Young lagið Transformer man í „acoustic“ útgáfu og viti menn... Lagið er frábært! Þannig að þessa dagana er ég eiginlega að gæla við það að mér verði loks fyrirgefið.

Ég vara fólk sterklega við því að kynna sér áðurnefnd lög í upprunalegum búningi.


7.2.03
 
Buddy Holly dáinn

Lagið American Pie með Don McLean fjallar um Buddy Holly eins og margir vita. Fjallar eiginlega frekar um daginn sem hann dó í flugslysi ásamt t.d. Ritchie Valens þann 3. febrúar 1959. Þetta er gott lag að mínu mati og veit að Jóhann og Hjörleifur elska það. Þess vegna vil ég benda þeim sem fíla lagið á áhugaverða síðu sem kryfur lagið all rækilega og meira en það en textinn er uppfullur af tilvísunum.

Svo er ekki úr vegi að kynna sér Buddy Holly fyrst Don McLean kallar dánardag hans daginn sem tónlistin lést - the day that music died. Hann er með nokkur ágæt lög en ég er nú ekkert sérlega hrifinn af því sem ég hef heyrt: Peggie Sue, Earth Angel og Every Day (lag sem Don McLean koveraði).


 
Vefsetrið freysier.blogspot.com býður Freysier Krein velkominn til starfa.