Freysier

Krein fjölskyldan


27.9.05
 
Það var klukkað mig

1. Mér finnst frekar óþægilegt að blogga og er frekar hræddur við „bloggheiminn“. Mér finnst m.a.s. frekar óþægilegt að „kommenta“ á síðum annarra og geri það aðeins á örfáum síðum. Ég hef oft byrjað á athugasemd en hætt við að birta hana. Bloggfærslur mínar hafa sjaldan verið mjög „persónulegar“.

2. Þegar ég var lítill fannst mér gallabuxur ógeðslegar. Mamma fékk einu sinni lánaðar gallabuxur út úr búð og lét mig máta. Ég öskraði á meðan og var ekki lengi að klæða mig aftur úr þeim. Ég gekk á tímabili í gallabuxum og hef átt nokkrar. Í dag geng ég ekki í gallabuxum.

3. Ekki koma við bringuna á mér!

4. Í 10. bekk vorum við Björn og Jóhann saman í bekk. Við vorum saman í bókfærslu á föstudögum sem var valfag og því vorum við búnir seinna en flestir aðrir í skólanum. Á föstudögum fórum við í föstudagsleikinn sem gekk út á það að snúa sér í um 20 hringi (þeir gátu verið fleiri eða færri) með skólatöskurnar framan á okkur. Að því loknu reyndum við að hlaupa hver á annan. Eitt sinn fórum við í leikinn miðvikudaginn fyrir páska þar sem ekki var kennt föstudaginn langa.

5. Ég opna pulsupakka oftast með skeið.

Ég klukka Björn, Gullu, Gunnar, Hjörleif og Tomma.

Efnisorð: