Freysier

Krein fjölskyldan


21.1.07
 
Idolið virðist stökkpallur fyrir undankeppni Eurovision (sumir myndu kannski tala um gryfju — þetta er spurning um hvort fólk lítur á þetta sem skref upp á við eða niður). En allavega, í gær voru t.d. þrjár idol-stjörnur og þ.á m. Heiða. Hún hefur ágætis reynslu af söng(va)keppnum því að henn gekk jú mjög vel í idolinu og svo söng hún sigurlagið í Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks árið 2004 (áður en hún byrjaði í idolinu). Höfundur lagsins, Með sumar í hjarta, er Bryndís Sunna Valdimarsdóttir en hún tók átti einmitt lag í keppninni í gær. Hvorug komst þó áfram.

Hlusta á Með sumar í hjarta hér.


20.1.07
 
Fyrsti í Eurovision
Fyrsta undanúrslitakvöld íslensku Eurovision-undankeppninnar er í kvöld. Þar sem ég er mikill áhugamaður um keppnina verður þetta blogg helgað keppninni næstu vikur.


6.1.07
 
Kertasníkir

Gleðilegt ár! Nú eru jólin að klárast og síðasti jólasveinninn fer heim í kvöld og þá rotum við jólin.

Ég var að pæla í því að velja lag ársins en á í pínu vandræðum með það. Öll lögin sem mér dettur í hug tengi ég við síðasta sumar einhverra hluta vegna. Fyrst verður mér hugsað til Hvers vegna varst'ekki kyrr? með Pálma Gunnarssyni en það heyrðist oft á meðan HM í fótbolta stóð yfir í magnaðri auglýsingu. En það er dálítið skrítið að velja svona gamalt lag sem lag ársins 2006 (og svo var ég búinn að blogga um þetta).

Svo kemur Crazy með Gnarls Barkley til greina en ég er bara kominn með svo mikið ógeð á þessu lagi að mig langar ekki að velja það.

Ætli ég velji þá ekki barasta Ég kyssi þig á augun með Hugleiki Dagssyni og Benna Hemm Hemm :)