Freysier |
|
|
Krein fjölskyldan
Kíkja í gestabókina Tenglar Brim doodie.com Góð gítarsíða How to learn Swedish in 1000 difficult lessons Kover-lög Músik.is Naked Space Tungumálstrax Bloggarar Andrea Mekkín Auður í krafti kvenna Bjarni Sig Daníel Ómar Batistuta Einar Þorgeirs Elísabet og Nonni Elísabet Leifs Elísabeth Ann Gunni Annels Harpa Flóvents Heba Maren Hjördís Birna Hjörleifur og Bebba Hlynur Íris Thord Jóhann Linda Maggi Marvin Palla frænk Rósa Ragnars Steranovitz Sweif swester Tommi Unnur munnur Örvar Gamlar færslur Tónlist Fréttir og umfjöllun Junkmedia NME No Ripcord Pitchforkmedia Spin Mp3 Björgvin Gíslason Hudson Wayne Jón.is Rokk.is Sumar á Írlandi Tónlist dr. Gunna Síður með gítargripum AZtabs Bríkin Dvergatuddinn Gitar.is Gítarbók Djúpakletts Music.nord.is Mussoft Shaker Skátasöngbókin 1999 Söngtextasafn Jómma Annað Acclaimed Music Alaska Jim Allmusic.com Everyhit.com Hljómsveitin Rými Músik.is Rocklist.net Tónlist á Huga.is Hljöðfæraverslanir Gítarinn Rín Tónabúðin |
7.12.03
e.t.v. þá má frá fara t.d. t.a.m. setningu eins og þessa - m.a.s. hef ég ekki í bili nema að ég held barasta að é c Páll Vilhjálmsson 21. aldarinnar 6.12.03
Jólahugvekja Í dag er, eins og kaþólskir lesendur síðunnar vita, messa heilags Nikulásar eða Sankti Kláusar eins og margir uppnefna hann. Þá er nú aldeilis tilefni til að blogga. Las þetta í skólanum. Þar komst ég líka að því að það er til hugtak yfir Gísla Martein, sjónvarpsmann ársins. Hann er 31 árs í árum talið en a.m.k. 70 í anda. Hann er stundum að tala við fólk í þættinum sínum sem e.t.v. er komið á eftirlaunaaldur um einhverja hljómsveit: „Þetta voru fulltrúar yngri kynslóðarinnar sem við teljum okkur nú líka til, hehehe.“ Já, hugtakið sem ég lærði er sem sagt ‘puer senex’ sem þýðir eiginlega strákur öldungur og var gjarnan notað um heilaga menn í heilagra manna sögum þegar þeir voru á unga aldri en þá voru þeir oft svo þroskaðir að þeir léku sér ekki eins og önnur börn. Mér datt í hug að helga desemberfærsluna orðatiltækjum og orðtökum sem eiga það sameiginlegt að flest vitum við hvað þau þýða en vitum e.t.v. ekki hver upphaflega merkingin er sem að baki liggur. Þessu stal ég af margmiðlunardisk sem ég keypti í haust vegna íslenskunáms míns, Alfræði íslenskrar tungu. Að vera lukkunnar pamfíll Í spilinu púkk hefur laufagosinn sums staðar verið kallaður pamfíll. Þetta orð þekkist þó einkum í orðasambandinu að vera lukkunnar pamfíll sem merkir ‘að vera mjög heppinn’. Orðatiltækið er komið úr dönsku þar sem það hljóðar ‘at være lykkens pamfilius’. Danska orðmyndin gefur trausta vísbendingu um uppruna orðsins. Það er dregið af latnesku mannsnafni, Pamphilos, sem reyndar er komið úr grísku. Þar merkti það ‘sá sem er mikið elskaður, sá sem allir unna’. Að vera í essinu sínu Þegar sagt er um einhvern að hann „sé í essinu sínu“ er átt við að hann sé vel fyrirkallaður, í góðu skapi og njóti sín vel. Þótt orðið ess hljómi eins og heiti bókstafsins ‘s’ eru engin tengsl þar á milli, heldur er orðasambandið komið til okkar úr dönsku, sem aftur hefur fengið það að láni úr þýsku. Ræturnar eru þó í latínu þar sem sögnin esse merkir ‘að vera’. Í miðaldalatínu hefur verið myndað nafnorð af þessari sögn sem hljómar eins – esse – og merkir ‘vera, ástand’. Samkvæmt því merkir orðasambandi að vera í essinu sínu bókstaflega ‘að vera í ástandinu sínu’ sem þýðir væntanlega að vera í góðu jafnvægi, eða eins og líka er stundum sagt, „upp á sitt besta“. Að deila um keisarans skegg Það þykir heldur fánýt iðja að deila um keisarans skegg. Orðtakið er upphaflega komið úr þýsku og á sér fleiri en eina skýringu. Sumir telja það sprottið af deilum um skegg eða skeggleysi Karls mikla, sem einnig er kallaður Karlamagnús, og þótti mörgum sem deiluefnið væri ekki ýkja merkilegt. Deilurnar spruttu þó af því að til voru skjöl með innsigli hans, sum með mynd af honum skeggjuðum en skegglausum á öðrum og grunur kviknaði um að annað hvort innsiglið væri falsað. Aðrir telja að orðtakið hafi upphaflega snúist um rómverska keisara. Á rómverskum peningum var jafnan mynd af ríkjandi keisara, sem ýmist var skeggjaður eða ekki eftir því sem tíska hvers tíma bauð, og deildu menn um það hvor siðurinn hefði verið vinsælli. Fleiri upprunaskýringar eru til en hvað sem þeim líður merkir orðtakið ‘að rífast um eitthvað sem litlu eða engu máli skiptir’. Að vaxa fiskur um hrygg Fiskar synda jafnan um í sjó eða vötnum og reyni þeir að synda á land verða þeir gjarnan eins og þorskar á þurru landi. Ekki eru þó allir fiskar lagardýr því orðið fiskur getur einnig þýtt ‘vöðvi’ eða ‘þroti undir húð’. Þessa merkingu má t.d. sjá í orðunum fjörfiskur ‘ósjálfráðir vöðvakippir í andliti’, kinnfiskur (einkum í lýsingarorðinu kinnfiskasoginn) og í orðatiltækinu að vaxa fiskur um hrygg sem merkir ‘að eflast, taka framförum’. Að verða ekki um sel Selir virðast fremur meinleysislegar skepnur og erfitt að ímynda sér að þeir valdi ótta og óróa. Áður fyrr báru menn hins vegar óttablandna virðingu fyrir selum, þeir voru sagðir sólgnir í mannakjöt og fullvaxinn selur í árásarham er auk þess ekkert lamb að leika sér við. Þessi ótti við seli kemur fram í þjóðsögum þar sem draugar, óvættir og jafnvel kölski sjálfur birtast í selslíki. Til marks um hann er líka orðatiltækið að verða ekki um sel sem merkir ‘verða hræddur og kvíðinn, lítast ekki á blikuna’. Eitthvað er á döfinni Þegar fólki þykir eitthvað undarlegt er stundum sagt að það komi spánskt fyrir sjónir. Orðatiltækið kemur upphaflega úr þýsku. Árið 1519 fengu Þjóðverjar spænskættaðan keisara, Karl V. Sá hafði vanist spænskum siðum og háttum og innleiddi þá við hirð sína í Þýskalandi. Hirðmönnum hans þóttu margir þessara siða ansi undarlegir, hristu gjarnan hausinn og muldruðu í barm sér: „Das kommt mir spanisch vor!“. Eitthvað kemur spánskt fyrir sjónir Þegar fólki þykir eitthvað undarlegt er stundum sagt að það komi spánskt fyrir sjónir. Orðatiltækið kemur upphaflega úr þýsku. Árið 1519 fengu Þjóðverjar spænskættaðan keisara, Karl V. Sá hafði vanist spænskum siðum og háttum og innleiddi þá við hirð sína í Þýskalandi. Hirðmönnum hans þóttu margir þessara siða ansi undarlegir, hristu gjarnan hausinn og muldruðu í barm sér: „Das kommt mir spanisch vor!“. 13.11.03
Idol Allir hafa skoðun á Idol stjörnuleit. Mér finnst Idolið mjög skemmtilegt sjónvarpsefni. Það hefur líka sennilega sitt að segja hve fámenn þjóð við erum, maður þekkir einn hér, annan þar. Mér fannst t.d. bandaríska útgáfan, American Idol, frekar leiðinleg áhorfs. ----- Mér fannst það illa gert að vísa Arnari Dór úr keppni. Hann braut reglurnar, á því er enginn vafi. En að vísa manni úr keppni hlýtur að vera algjört neyðarúrræði sem gripið er til þegar ekki er annarra kosta völ. Það hefði t.d. verið hægt að ítreka það við aðra keppendur, sem og Arnar, að þetta yrði ekki liðið héðan af – í þetta sinn væri þó gefinn séns. Þannig hefði verið auðveldlega hægt að koma í veg fyrir einhvers konar kosningabaráttu. Það er skiljanlegt að stjórnendur vilji búa til skemmtilegt sjónvarpsefni, t.d. með því að veita sumum keppendum meiri athygli en öðrum. Þetta hefur verið gert í þáttunum; sumum var t.a.m. fylgt á heimaslóðir í fyrstu þáttunum. En þetta er ekki endilega sanngjarnt. Þess vegna virkar þessi ástæða fyrir brottvikningu Arnars Dórs ákaflega smásmuguleg. Ég held m.a.s. að það hafi ekki gert þeim sem með völdin fara erfiðara fyrir hve óþekktur Arnar var miðað við þá sem hvað þekktastir voru og eru og þ.a.l. ekki jafn vinsæll meðal þorra áhorfenda. Þetta er þannig ákveðin auglýsing fyrir þættina (ath. að ekki skiptir alltaf öllu máli að hljóta jákvæða umfjöllun). Þetta viðtal við Arnar Dór sem birtist í Víkurfréttum er samt ekki alveg sambærilegt við viðtalið sem birtist í Morgunblaðinu við annan þeirra sem komist hafði áfram í fyrsta hópi 32 manna úrslita þar sem það viðtal var tekið eftir að úrslit urðu ljós og því ekki hægt að saka viðkomandi um að reka kosningabaráttu. Viðtal samt sem áður og gátu stjórnendur komist í kringum reglurnar með því að fá Morgunblaðið til að birta viðtöl við alla þá keppendur sem komast áfram í átta manna úrslit. Svo tel ég heldur ekki rétt að nefna í þessu sambandi stelpuna sem „leikur“ í myndböndunum Partý út um allt með Love Gúrú og Einverunni með Á móti sól því ég held að þau hafi verið komin í sýningu a.m.k. þegar þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2. Ódýr kynning samt sem áður. Mér fannst Arnar Dór koma mjög vel út úr viðtalinu í Íslandi í dag 6. nóvember sl., sérstaklega þegar hann endaði viðtalið á „jákvæðum nótum“ með því að lýsa yfir ánægju sinni með keppnina, rétt eftir að búið var að rústa vonum hans og væntingum, fyrir framan manninn sem gerði það. ----- Þegar opinská ummæli dómaranna eru rædd vilja ýmsir meina að keppendur sjálfir kalli þetta yfir sig. Margir keppendur eru jú hræðilegir söngvarar en þeir tækju varla þátt nema þeir héldu annað. Því hlýtur það að koma þeim mörgum hverjum í opna skjöldu að heyra óvægna gagnrýnina. Allt er þetta fest á filmu, það vita allir, en hver veit hvernig hann/hún bregst við þegar svo allhressilega á móti blæs og það fyrir framan myndavélarnar? Sumir eiga svo bara lélegan dag enda mikið stress í gangi. Á fólk bara að sitja undir ónærgætnum athugasemdum Bubba eins og ekkert sé? Ég get ekki séð tilgang með því að brjóta fólk niður fyrir framan alþjóð. Ég man líka ekki betur en Bubbi hafi lýst því yfir í blaðaviðtali að sér þætti enginn tilgangur í því að niðurlægja fólk. Mér hefur hins vegar sýnst hann einmitt gera það. Bubbi er náttúrlega alltaf að reyna að vera kúl og notar kúlið sitt óspart til að gera lítið úr keppendum eins og t.d. þegar hann spurði einn keppanda sem var nýbúinn að syngja hver væri hans aðalgrein í frjálsum (sá er sko frjálsíþróttamaður) og hann svarar 400 m hlaup eða eitthvað slíkt og þá segir Bubbi honum að halda sig við það. Þetta þykir mér lítilsvirðing, vægast sagt. En nóg af Bubba lubba í bili. Mér finnst Þorvaldur koma langbest út úr þessu sem dómari. Hann virðist einfaldlega hæfastur. Vanur maður á ferð sem veit greinilega að hverju hann leitar. Hann hefur reynslu sem upptökustjóri, hefur t.d. tekið upp með Írafári. Hann virðist líka bera virðingu fyrir fólki, hvort sem söngurinn liggur fyrir því eða ekki. Um Siggu sammála hef ég ekki mikið að segja. Æ jú, hún rýfur nú sex ára útgáfuþögn með nýrri plötu, Sigga fyrir þig. Það má vel grenja úr hlátri yfir þessari nafngift sem minnir einna helst á gamanþættina Fóstbræður. Hún myndi sóma sér vel með plötuheiti Sigga litla Sörensen, Ekki lítill lengur, og náungans sem trallaði og leikinn var af Þorsteini Guðmundssyni, Ég tralla fyrir þig. Ég vil þó hrósa Siggu fyrir frábæra tímasetningu. En áður en ég læt staðar numið í gagnrýni minni á gagnrýnendurna langar mig að spyrja nokkurs sem kemur þessu öllu saman ekkert við: Myndi það ekki hæfa söngnum betur í lagi Bubba, Þúsund kossa nótt, að syngja í viðlaginu: „Ég er með niðurgang“? ----- Tommi var að viðra skoðanir sínar á Idolinu (sjá hér). Hann var að velta því fyrir sér hvort ekki væri bara verið að búa til aðra Birgittu Haukdal úr tilvonandi stjörnu sem ekkert kann á hljóðfæri og semur ekkert sjálf. En af hverju þarf að gera slíkar kröfur? Tenórarnir þrír svokölluðu eru nú hálfgerðar poppstjörnur, allavega Pavarotti. Það hvarflar þó ekki að neinum að setja út á það þó þeir spili hvorki á hljóðfæri né flytji lög eftir sig sjálfa. Við skulum nú heldur ekki gleyma Elvis Presley. Hann gat að vísu glamrað á a.m.k. gítar og píanó en ekki samdi hann lögin sem hann gerði svo fræg. Ég vil nú líka meina að þrátt fyrir að Sinfóníhljómsveit Íslands hafi innan sinna raða marga af fremstu hljóðfæraleikurum landsins sé hún koverlagaband. Svo er ég nú ekki frá því að mér liði ögn betur í dag ef Birgitta Haukdal hefði ekki samið enskan textann við Eurovision-lagið okkar í ár („show me the pain“!?) og látið sér einungis nægja að syngja. ----- Ég held að það hafi í raun gildi í sjálfu sér að vinna Idolið en þá er þó takmarki „mótshaldara“ ekki náð því það á að búa til stjörnu. Arnar Dór og flestir aðrir munu ekki vinna Stjörnuleitina í ár. Hann er þó eiginlega kominn með viðurkenningarstimpil upp á það að hann geti sungið, sést það vel á því að hann er kominn með hlutverk í skólauppfærslu af Hárinu. Sigurinn skiptir ekki endilega mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Ég spái því t.d. að nafn Clay Aikens muni lifa lengur í hugum okkar en Ruben Studdards þó Ruben geti alltaf yljað sér við minninguna um sigurinn í American Idol. 30.10.03
Það verður nú ansi gott að komast heim í rúm um helgina eftir að hafa eitt heilli viku í sófanum. Þetta hljóta að vera verstu timburmenn sem ég hef kynnst, algjörlega sálarlausir. Svekkjandi að misreikna burðarþol rúmsins svona rosalega – ég hélt í alvöru að það myndi halda uppi 7 manneskjum. Viðgerðarmaður óskast. Það versta við þetta er ef maður nennir ekki að búa um sófann, þá vaknar maður alveg límdur við leðrið. Góðu fréttirnar eru þó þær að systir mín er í Þýskalandi. 25.10.03
Frægðin Las grein í Fréttablaðinu í dag sem fjallaði um frægðina. Blaðamaður var þarna á ferð og vissi allt um frægðina. Einhvern tímann verð ég ofboðslega frægur. Þegar ég keyri börnunum mínum litlum í skólann munu nemendurnir hópast um bílinn og við komumst vart leiðar okkar. Eins og Eiríkur með börnin sín. Frægðin er fyndin. 24.10.03
Einhverjir hafa villst á Jóhanni Grolsch og bróður mínum, þ.e. Næls. Nú hins vegar hefur komið fram annar maður sem er mun líkari Jóhanni, eða Jóa eins og sumir kölluðu hann áður en þeir fóru að óttast um líf sitt. Já, maðurinn er náttúrlega enginn annar en Guðjón Rúdolf en í myndbandi sínu við Húfuna leitast hann við að lýsa lífi Jóhanns í smáatriðum. --------- Var hegðun Alpays gagnvart David Beckham í einhverju verri en Martin Keowns og félaga gagnvart van Nistelroy? 9.10.03
Eftirfarandi átti að vera brandari í Demolition Man með Sylvester Stallone, Söndru Bullock og Wesley Snipes í aðalhlutverkum: Stallone: "Hold it! The Schwarzenegger Library?" Bullock: "Yes, the Schwarzenegger Presidential Library. Wasn't he an actor?" Stallone: "Stop! He was President?" Bullock: "Yes. Even though he was not born in this country, his popularity at the time caused the 61st Amendment…" Tekið héðan. 21.8.03
Svolgrarar og aðrir áhugamenn athugið Rakst á bjórsíðu á netinu. Já, ég rakst á hana fyrir „tilviljun“. Ég sörfa ekki á netinu til að leita mér upplýsinga um bjór. Þessi síða er með, eins og er, lista yfir 2246 bjóra frá 74 löndum og er þessum bjórum raðað upp þannig að hægt er að skoða lista yfir hvaða bjórar eru bestir, hverjir verstir, stærð bjóra og alkóhólprósentu. Einn íslenskur bjór er í gagnagrunninum, Víking. Hann er í öðru sæti yfir bestu bjórana með 7.76 í einkunn. Þess má geta að allir þeir sem skoða síðuna geta gefið sína einkunn, t.a.m. hækkaði einkunnin á Víking bjór úr 7.75 í 7.76 eftir að ég hafði gefið honum 10 í einkunn. Greinilega margir Íslendingar sem skoða þessa síðu. Meðal verstu bjóra að mati lesenda síðunnar má nefna Rock & Roll frá Finnlandi. Bara nafnið ætti að hækka einkunnina um svona eins og alveg tvo heila. Hæsta alkóhólprósentan í bjór er 17% sem er nú bara býsna mikið. Bjóst ekki við að það væri hægt að fara svo ofarlega. 15.8.03
Menningarþyrstum drekkt í Ælu Menningarnótt á morgun og Æla að spila. Ætla að reyna að fara. Það var fjallað um strákana í útvarpinu í morgun, ekki bara á einni útvarpsstöð heldur bæði á Rás 1 og Rás 2! Að vísu er Morgunvaktin á samtengdum rásum... Það var sem sagt verið að kynna tónleikana sem fram fara í Tjarnarbíói en Kimono standa víst fyrir þeim. Útvarpsmaðurinn sagði eitthvað á þessa leið er hann kynnti Ælu: Pönksveit með húmor, kannski brandarapönk. Þegar þessi hljómsveit með þessu geðþekka nafni hefur lokið sér af... Vel af sér vikið hjá Penna, Ævari, Halla Valla og Haffa en Trommi mun leysa hinn síðastnefnda af annað kvöld. Annars er fróðleg og skemmtileg grein um Kimono á Huga þar sem meðal annars er útskýrt hvað nafnið þýðir og einnig eru hljómsveitirnar sem koma fram taldar upp. 14.8.03
Gvarergvarergvarergvarer húfan mín? Lag sumarsins er án nokkurs vafa Húfan með Guðjóni Rúdolf. Held að Rás 2 sé eina útvarpsstöðin sem spilar lagið. 13.8.03
Örvhentir eru líka fólk! Já, ótrúlegt en satt. Annars er dagur örvhentra í dag. Það er fáránlegt hvað þeir hafa þurft að þola. Fann skemmtilega grein á netinu. Hér er smá brot úr henni: „Fyrir mörgum öldum lýsti kaþólska kirkjan því yfir að örvhent fólk væri þjónar Djöfulsins. Þetta leiddi til þess að öldum saman áttu örvhentir nemendur í kaþólskum skólum afar erfitt uppdráttar og voru yfirleitt þvingaðir til þess að nota hægri hendina í stað þeirrar vinstri. Þetta var meðal annars gert með því að binda vinstri hönd nemandans við stólinn eða binda á hönd hans mjög þröngan vettling án þumla, nokkurs konar poka. Slíkar og þvílíkar aðferðir voru alsiða á Íslandi langt fram á 20. öldina og margt eldra fólk sem fæddist örvhent hefur alla sína ævi notað hægri hendina. Allt þar til fyrir fáum áratugum var það gild skilnaðarorsök í Japan ef eiginmaðurinn komst að því að eiginkona hans væri örvhent. Flestir bera giftingarhring á vinstri hendi og það byggir á þeirri fornu trú að þar sé hann vörn fyrir illum öndum sem sæki að hjónabandinu. ... Í arabalöndum er hægri höndin aðeins notuð til að snerta líkamann fyrir ofan mitti. Vinstri höndin er talin óhrein og þess vegna má ekki snerta líkamann neðan nafla nema með vinstri hendi.“ Þá er frægt örvhent fólk talið upp í lok greinarinnar. Mig minnir að á Íslandi starfi a.m.k. eitt félag örvhentra, held að það heiti Ögmundr. Fann annars ekkert um það á netinu. Svo er ýmsum spurningum svarað á Vísindavefnum. Vísindavefurinn fjallar einnig um uppruna orðanna rétthentur og örvhentur. 11.8.03
Fleiri textabrot Einn starfsmanna Fréttablaðsins raular þetta stundum: allt sem þú lest er lygi. bíddu nú við, lýgur þá fréttablaðið af einskærum sið eða til hugsunaruppeldis? Þess má geta að hann er söngvari hljómsveitarinnar Maus og það sem þyrfti ekki endilega að koma hér fram er að þetta var gefið út áður en Fréttablaðið hóf göngu sína. Logsins Finnst lítið til Lands og sona koma en rakst nú á skemmtilegt textabrot með hljómsveitinni af síðustu plötu, Happy Endings: You can take the dishes but you can't take my cd's. Kannski þetta sé ástæðan fyrir því að þeir meikuðu það ekki, bara þeir sem mæltir eru á íslenska tungu skilja þetta. Held samt ekki. 8.8.03
Náði í myndirnar mínar úr framköllun í gær frá frábærri Þjóðhátíð. Ótrúlegt hvað þetta er ódýrt þegar svona margar myndir eyðileggjast og ekki hægt að framkalla þær. Ætla mér í framtíðinni að muna eftir því að gleyma því alltaf að nota flassið. Useless information? Fann skemmtilega síðu á netinu, amusingfacts.com. Tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir (vona allavega að þetta séu staðreyndir). On November 29, 2000, Pope John Paul II was named an "Honorary Harlem Globetrotter." The Bible has been translated into Klingon. Ernest Vincent Wright wrote a fifty thousand-word novel, "Gadsby," without any word containing the letter "e." The word Karate means, "empty hand." There are 158 verses in the Greek National Anthem. TIME magazine's Man of the Year for 1982 was the computer. The most popular recipient of Valentine cards are school teachers. The term "mayday" used for signaling for help (after SOS) comes from the French "M'aidez" which is pronounced "MAYDAY" and means, "Help Me." The colour blue has a calming effect. It causes the brain to release calming hormones. Gloucestershire airport in England used to blast Tina Turner songs on the runways to scare birds away. The song with the longest title is "I’m a Cranky Old Yank in a Clanky Old Tank on the Streets of Yokohama with my Honolulu Mama Doin’ Those Beat-o, Beat-o Flat-On-My-Seat-o, Hirohito Blues" written by Hoagy Carmichael in 1945. He later claimed the song t. Tohru Iwatani, the inventor of the video game Pac-Man, came up with the idea when he saw a pizza with a slice missing at a dinner party. The MGM lion, whose name was Leo, lived in Memphis until his death. The name "Muppet" was coined by Jim Henson. The word was made from a combination of the word "marionette" and "puppet." The name for Oz in "The Wizard of Oz" was thought up when the creator, Frank Baum, looked at his filing cabinet and saw A-N, and O-Z, hence "Oz." The Walt Disney character Donald Duck's middle name is Fauntleroy. 31.7.03
Amli Systir mín, Svava Margrét, á afmæli í dag. Til hamingju. ![]() Við systkinin höfum ákveðið að slá upp stórveislu í tilefni þessara merku tímamóta um helgina, allir velkomnir. Eyi hefur boðist til að hýsa herlegheitin. 18.7.03
Þriðji tugurinn Þrír mjög ungir bloggarar hafa verið að velta sér upp úr þrítugsaldrinum. Ég er nú enginn sérstakur áhugamaður um þrítugsaldur en mig langar nú bara að leiðrétta misskilning. Þannig er það nú að fólk vill gjarnan meina að maður komist á þrítugsaldur við upphaf 21. afmælisdagsins síns. Málið er að maður kemst á þrítugsaldurinn þegar maður verður tvítugur (= tveggja tuga gamall). En ekki örvænta, þið eruð ekkert eldri fyrir það! Þegar barn fæðist hlýtur það að vera komið á fyrsta tugs aldurinn (alveg eins og það er komið á fyrstu aldar aldurinn hvernig svo sem það hljómar). Ég held að þessi ruglingur stafi af deilunum sem urðu vegna aldamótanna síðustu. Nú er árið 2003 en það þýðir að það eru liðin rúmlega 2002 ár frá því sem við göngum út frá sem upphafi tímatalsins okkar. Við miðum við fæðingu Jesú Krists en hann fæddist samt sem áður fáeinum árum f.Kr.! Þeir sem eru 21 árs gamlir eru á 22. aldursári svo það þýðir að það er árið 22 í þeirra lífi. Þeir sem hafa miklar og stöðugar áhyggjur af aldri sínum ættu að taka orð Pulp af plötunni This is Hardcore til fyrirmyndar: It's OK to grow up - just as long as you don't grow old. Face it - you are young. 16.7.03
9.7.03
8.7.03
Tilkynning, tilkynning Björn Daníel Svavarsson, Danni, á afmæli í dag. Æðisgengið óskar honum hjartanlega til hamingju. 7.7.03
Ætla að sniðganga Fanta þangað til þeir hætta með þessa viðbjóðslegu auglýsingu sem er að gera mig sjúkan. 4.7.03
3.7.03
Færeyskir dagar í Ólafsvík hefjast í dag. Ætla að kíkja á morgun. Rosaleg dagskrá, hápunktarnir án efa Klakabandið og Kaffibrúsakarlarnir. Svo kíkja landsliðsmenn í handbolta í heimsókn. Skyldu þetta nokkuð vera færeyskir handboltakappar? Svo er aldrei að vita nema maður kíki á stórdansleik í Klifi með hinni færeysku hljómsveit Hans Jakob og vinfolk. Dagskrána er að finna hér. 2.7.03
Béibéellía... Ég get nú ekki annað en dáðst að þeim sem starfrækja þessa síðu! Það ætti slatti þeirra sem lesa blogg að hafa rekist á þessa síðu. Í hvert skipti sem maður slær inn vitlausa vefslóð, þannig að hún verður nafn.blogpsot.com í stað nafn.blogspot.com, fer maður inn á þessa síðu. Góð leið til að lokka menn til fylgilags við sig og aðra hærra setta. ...er bókin bókanna! 30.6.03
Að leita langt yfir skammt Vá, maður, búinn að vera að læra eitthvað rugl eins og & a a c u t e; = á en það er víst eilítið auðveldara að fara bara í settings og setja á language: Icelandic. Takk, Auður. Enn af Radiohead Rakst á viðtal við Thom Yorke í gegnum greenplastic.com sem er á MTV-vefnum. Hér. Radiohead var að spila um helgina á Glastonbury. Umfjöllun hér og hér (lagalisti). Komið á hreint hver næsti singull verður, Go to Sleep. Kom mér mjög á óvart svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bjóst við því að það yrði 2+2=5 eða Where I end and you begin. Efnisorð: Radiohead 27.6.03
Vandam?l me? ?slenska stafi Eins og íslenskir notendur blogger.com (sem gefur fólki færi á að setja upp bloggsíðu sem nafn.blogspot.com) gætu hafa tekið eftir þá hefur undanfarið ekki verið hægt að setja inn íslenska stafi eða alveg síðan að þeir hjá blogger.com gerðu breytingar á viðmóti fyrir notendur sem heppnaðist mjög vel nema að þessu leyti. En það er til ráð við þessu. Það er reyndar svolítið mál að gera þetta því þetta tekur nokkuð langan tíma. Það sem þarf að gera er að nota tákn sem tölvan útfærir síðan sem íslenska stafi. Hér að neðan er sýnt hvaða tákn á að nota fyrir hvern staf en athugið að bilin á milli stafanna eiga ekki að vera, þetta verður bara að vera svona því annars myndi tölvan breyta táknunum í bókstafi! Þetta þýðir sem sagt að ef einhver vill skrifa bókstafinn Á verður hann að gera & A a c u t e ; en eins og áður segir mega bilin ekki vera. En svona er þetta annars hægt: & A a c u t e ; - Á & a a c u t e ; - á & E T H ; - Ð & e t h ; - ð & E a c u t e ; - É & e a c u t e; - é & I a c u t e ; - Í & i a c u t e ; - í & O a c u t e ; - Ó & o a c u t e ; - ó & U a c u t e ; - Ú & u a c u t e ; - ú & Y a c u t e ; - Ý & y a c u t e ; - ý & T H O R N ; - Þ & t h o r n ; - þ & A E l i g ; - Æ & a e l i g ; - æ & O u m l ; - Ö & o u m l ; - ö Miss Hawkvalley Ég var að lesa grein á fokus.is. Ekki ný grein en ég var bara ekki búinn að rekast á hana áður. Greinin rekur feril Birgittu Haukdal og spyr hvort íslenska þjóðin muni aldrei fá nóg af Birgittu. Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér (eins og örugglega margir langþreyttir menn), þ.e. hvort Birgitta þurfi ekki að passa sig að vera ekki svona áberandi allt árið um kring. Nú er náttúrlega það nýjasta að hún er að leika í uppfærslu á söngleiknum Grease. Greinin heitir Fáum við aldrei leið á Birgittu? en hægt er að lesa hana með því að smella hér. Óli Palli á Rás 2 og dr. Gunni eru krafðir skýringa á vinsældum Birgittu og öllu fárinu í kringum hana. Það er nokkuð athyglisvert það sem dr. Gunni segir: „Það þarf frekar hrottafenginn einstakling til að láta hana fara í taugarnar á sér.“ 26.6.03
Afmæliskrakki Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, á afmæli í dag. Hann er 34 ára gamall. Af því tilefni er hér tengill á viðtal við Radiohead á netinu sem mun birtast í júlíhefti tímaritsins Spin. Mjög fróðleg og skemmtileg grein um hljómsveitina en höfundur talar við alla meðlimi hennar, þó er áberandi minnst vitnað í Phil Selway, trommuleikara. Smá brot af fróðleiksmolum sem koma fram í greininni: Jonny Greenwood samdi lokalagið á Hail to the Thief, A Wolf at the Door (hann samdi líka lokalagið á Ok Computer, The Tourist. Thom Yorke samdi samt textann við A Wolf at the Door. Ed O'Brien, gítarleikari, er mikill aðdáandi U2 og fer t.a.m. mjög fögrum orðum um lagið Stuck in a Moment You Can't Get Out Of. Skrítinn tónlistarsmekkur manns sem er hluti af bestu hljómsveit heims, ha. Þeir sem vilja fræðast aðeins meira um afmælisbarnið geta smellt hér. Þar kemur t.d. fram að uppáhalds lagið hans Colins er Man on the Moon með REM (eða var það allavega þegar hann var spurður). Efnisorð: Radiohead 24.6.03
Það styttist í næstu plötu hljómsveitarinnar Muse en hún hefur áður gert hinar ágætu Showbiz og Origin of Symmetry. Á netinu er flott, íslensk síða tileinkuð hljómsveitinni en slóðin er www.dead-star.net. Þar kemur fram að næsta smásk?fa Muse ver?i Stockholm Syndrome. Stockholm-heilkennið er nokkuð skondið en nafnið rekur rætur sínar til ársins 1973 er tveir fyrrum fangar frömdu bankarán í Stokkhólmi. Þeir tóku fjóra starfsmenn, þrjár konur og einn karl, í gíslingu í sex daga. Það skondna er að þegar yfirvöld reyndu að bjarga gíslunum, þráuðust þeir við og reyndu að hjálpa bankaræningjunum. Síðar giftist m.a.s. ein konan öðrum ræningjanum! Meira um þetta hér. 19.6.03
Time to pay Finnst þægilegast að borga þennan á eindaga, helst þannig að ég þurfi að hlaupa smá spotta rétt fyrir lokun. 18.6.03
Þetter júróvisjónlag, þetter júróvisjónlag, þetter alveg týpískt júróvísjónlag... Hvað ætli það hafi verið samin mörg lög vegna Eurovision? Á þessari síðu er hægt að sjá öll lög í undankeppnum fyrir keppnina sem haldin var fyrr á árinu og þau eru nú barasta býsna mörg! Var byrjaður að telja, gafst upp eftir tólf lönd en þá var ég kominn upp í 138 lög! Athugið að keppnin hefur verið haldin síðan 1956. En það er nú meira skemmtilegt á áðurnefndri síðu. Vissuð þið að „meðalsætið“ okkar í Eurovision er 13,4 en ekki 16 (lentum þrjú fyrstu árin okkar í 16. sæti og síðan ekki söguna meir)? Meðalstigafjöldi Íslendinga er svo 47,7 stig en eru þar samt einungis í 24. sæti. Ég væri svo til í safnplötu með öllum íslensku lögunum sem tekið hafa þátt í undankeppni fyrir Eurovision. 16.6.03
Lærið sænsku Jæja, er ekki löngu kominn tími á að læra sænsku? Á þessari síðu er eitt orð á dag til að læra. Fyndnasta heiti á bloggsíðu sem ég veit um... Kover-lög Mér líkar ekkert sérlega vel við þýðinguna „ábreiða“ sem þýðingu á því þegar einhver flytur lag eftir annan, þ.e. breiðir ofan á lagið eða yfir það. Kallast cover á ensku. Þarfnast að mínu mati betri þýðingar. Mér líkar þó mjög vel við kover-lög, þ.e.a.s. ef þau eru góð. Frábært þegar búin er til góð útgáfa af lagi sem mér hefur þá þótt fram til þess tíma lélegt. Einnig er gaman að heyra frumlega og góða útgáfu af góðu lagi. Þannig að það mér finnst ákaflega dapurt þegar breitt er yfir góð lög þannig að lélega tekst til. Þeir sem deila þessu áhugamáli með mér ættu að skoða síðuna covers.wiw.org. Sú síða hefur að geyma upplýsingar um hljómsveitir og einstaka tónlistarmenn sem hafa breitt yfir lög annarra og einnig um lög þeirra sjálfra sem breitt hefur verið yfir af öðrum. Þarna er ekki bara um „stúdíó“-upptökur að ræða heldur er einnig nefnt tónleika sem lögin hafa verið flutt á. Ástæðan fyrir því að ég fann þessa síðu er sú að ég heyrði um lagið Suicide is Painless í útgáfu sem ég hafði ekki heyrt, hélt að lagið væri eign Manic Street Preachers en er víst Johnnys Mandels. Af þessu tilefnu hef ég ákveðið að taka saman nokkur kover-lög sem ég held upp á og man eftir og svo önnur sem mér finnst slæm. Góð: Cowboy Junkies - Blue Moon (a Song for Elvis): Lag sem Elvis gerði mjög þekkt, kíkið líka á Velvet Underground-lagið Sweet Jane með sömu hljómsveit. Radiohead - Nobody does it Better: Lag úr James Bond með Carly Simon, betri útgáfa með Radiohead if you ask me. Flaming Lips - Knives Out: Virkilega flott útgáfa af Radiohead-lagi. Betri en frumútgáfan? Johnny Cash: Búinn að gefa út 4 kover-plötur að því er ég held. Skemmtilegt lagaval. Joe Cocker - With a Little Help from My Friends: Eitt flottasta kover-lag sem ég hef heyrt. Gerir betur en sjálfir Bítlarnir sem settu þetta lag á eina af bestu plötum sínum! Muse - Feeling Good: Lag sem Nina Simone flutti. Vond: Vonda Shephard: Hin vonda Vonda er af hinu vonda. Það nýjasta sem ég heyrði með henni var Alone Again (Naturally) eftir Gilbert O'Sullivan sem er býsna gott en henni tekst að eyðileggja það. Wet Wet Wet - Yesterday: Strákana vantaði greinilega pening á sínum tíma, tóku upp karaoke-útgáfu af laginu sem á víst að vera mest koveraða lag allra tíma. Regína Ósk - Don't try to Fool Me: Eitt af mínum uppáhalds íslensku lögum, þ.e.a.s. þegar Jóhann G. Jóhannsson tekur það. Björgvin Halldórsson: Einn af þeim þreyttari í bransanum og seinasta fórnarlamb sem ég man eftir var Megas, Bo tók t.d. Spáðu í mig. Hefur þú einhverju við þetta að bæta? Efnisorð: Radiohead 12.6.03
6.6.03
The Creature Wasn't Nice Aðdáendur Naked Space, kíkið á þessa síðu! Einhver brjálaður aðdáandi er búinn að koma upp síðu með einni bestu grínmynd sem ég hef séð. Ég vona bara að hann hafi fattað að þetta er grínmynd... 5.6.03
Hvar eru þeir nú? Nú þegar NBA-úrslitakeppnin stendur sem hæst, spyrja margir: „Hvar er Cliff Levingston?“ Fyrir þá sem ekki muna varð Levingston tvisvar sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls í upphafi síðasta áratugar. Í dag er hann kominn í vandræði því FBI handtók hann í júní í fyrra fyrir vangoldin barnameðlög. Hann hafði ekki greitt meðlag í nokkur ár og var skuldin komin upp í rúmlega 100.000 dali! Og fyrst farið er að tala um fyrrverandi meistaralið Bulls þá er hægt að fá á þessari síðu áritaða mynd af B.J. Armstrong sjálfum fyrir einungis 23 dollara! 2.6.03
9.4.03
Gripdeild og þjófnaður Nýja platan frá Radiohead, Hail to the Thief, er komin á vefinn. Bræðurnir Colin og Jonny Greenwood í Radiohead eru svekktir með að fólk sé farið að hlusta á plötuna eins og hún birtist nú á vefnum því hún sé ekki fullkláruð. Ég vona að þeir muni breyta sem minnstu því platan, eins og hún er á vefnum, er hreint út sagt frábær, t.d. nokkuð betri að mínu mat en tvær síðustu plötur sveitarinnar, Kid A og Amnesiac. Þessi plata er þó langt í frá jafn mikið byltingarverk og Ok Computer frá 1997 og er sennilega nokkuð frá henni að gæðum. Mögnuð plata engu að síður. Lögin á plötunni eru 14 talsins sem er meira en á öðrum breiðskífum sveitarinnar. Á fyrstu þremur (Pablo Honey, The Bends, Ok Computer) eru lögin 12, á Kid A eru þau 10 og á Amnesiac 11. Eitt vekur athygli mína. Grunntónarnir í síðasta lagi plötunnar, A Wolf at the Door, eru kunnuglegir. Heyri ég ekki betur en þeir séu býsna líkir grunntónum lagsins Because með Bítlunum (sem Lennon samdi eftir að hafa beðið Yoko um að spila Tunglskinssónötu Beethovens aftur á bak). Og ef svo er, hlýtur lagið einnig að minna nokkuð á You Never Wash Up After Yourself, sem er annað lag með Radiohead, og einnig á Nothing Else Matters með Metallica. En eins og ég heyrði útvarpsmanninn Óla Palla segja um daginn um það að ef menn ætla á annað borð að vera að stela þá er bara best að stela frá þeim bestu. Þeir verða ekki allavega mikið betri en Bítlarnir og Radiohead! Nýja platan kemur ekki út fyrr en 9. júní en fyrsta smáskífan kemur út 26. maí. Fyrsti „singúllinn“ er There There, frábært lag sem hægt er að sækja hér að neðan. Að auki mæli ég með Radiohead-laginu Knives Out í frábærri útgáfu Flaming Lips sem er hér sett með að auki. THERE THERE KNIVES OUT Efnisorð: Radiohead 1.4.03
1. apríl Sveinn Helgi Halldórsson, frægasta aprílgabb 20. aldarinnar og vinur minn, á afmæli í dag. Til hamingju, Svenni! ![]() Sveinn er að gera það nokkuð gott þessa dagana með hljómsveitunum Tokyo Megaplex og Ælu (mér finnst hin fyrrnefnda alveg sérstaklega góð). Einnig er hann meðlimur í Rými sem er ekki spilandi sem stendur, sem er miður því hún gaf út góða plötu í maí í fyrra en hefur lítið gert af viti síðan. Og að lokum má ekki gleyma tónlistarlegum sigrum með hljómsveitinni Get a Life sem fagnar því nú í maí að fimm ár eru liðin síðan hljómsveitin kom saman á „tónleikum“ í fyrstu tvö og einu skiptin. 26.3.03
Að tjá sig með táknmáli Jæja, núna ættu allir að vera sprenglærðir í spænsku síðan ég blöggaði seinast. Þá er það næsta mál; táknmál! Í dag var 2. bekkingum í Rimaskóla gefin verkefnabókin „Upp með hendur“. Var það Vigdís Finnbogadóttir, velvildarsendiherra tungumála, sem afhenti börnunum þessa verkefnabók í táknmáli. Í kjölfarið munu öll 7 ára börn fá bókina að gjöf en það er Félag heyrnarlausra sem stendur fyrir útgáfunni með stuðningi Símans í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Námsgagnastofnun. Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að kíkja á fingrastafrófið. Á heimasíðu Námsgagnastofnunar er að finna athyglisverða kennslu í táknmáli. Er hér um að ræða kennsluleiðbeiningar með fyrrgreindri verkefnabók. Fer kennslan fram á myndbandi sem hægt er að ná í á síðunni. Eru þar bókstafirnir kenndir auk þess sem tákn fyrir mat, tölur, dýr o.fl. er að finna. Átak þetta er þó vitanlega ekki nægilegt í málefnum og réttindabaráttu heyrnarlausra. Á heimasíðu sinni hefur félagið Heyrnarhjálp birt áskorun beint til yfirmanna RÚV (lesa áskorun) þess efnis að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. Ennfremur má t.d. benda á það að íslenskt táknmál hefur enn ekki verið viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra Íslendinga. Hljóta þessi málefni að teljast til sjálfsagðra mannréttinda heyrnarlausra, þó sér í lagi hið síðarnefnda þar sem heyrnarlausir geta ekki tjáð sig munnlega á opinberu móðurmáli allra Íslendinga. Tilheyrandi tenglar: Félag heyrnarlausra Heyrnarhjálp Heyrnar- og talmeinafélag Íslands Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnunar Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 13.3.03
Einar Trausti að gera það gott! Var um daginn að skoða bloggið hennar Steru og sá þar link inn á þessa síðu. Þetta er síða sem Einar Trausti Óskarsson, kennari við FS, er búinn að setja upp. Þetta er kennsla í spænsku þar sem hann notar mjög sniðugar aðferðir. Maðurinn er ótrúlega afkastamikill, því hefur maður kynnst í skólanum. Þetta er í rauninni mjög sniðug síða fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að læra spænsku eða vill einfaldlega halda sér við. Þó ímynda ég mér að þetta gagnist þeim lítið sem meira kann. En munið að hafa hljóðið á, það eykur skemmtanagildið. Húmor Einars Trausta er ruglaður og mér að skapi. 12.3.03
Sjemm Nú þegar styttist í CM 4 (Championship Manager) er ég að leika mér í einni af fyrstu útgáfum leiksins, þ.e. CM 93/94. Ég er náttúrlega löngu hættur að spila eitthvað nýrra en þessa útgáfu, hætti um svipað leyti og þegar CM 3 kom út. Þetta eru allt of flóknir leikir fyrir óþolinmóða eins og mig. Ég var að ræða þennan leik um daginn og þá kom í ljós að mesti anti-sportisti okkar tíma hefur gaman að CM 93/94 en það er auðvitað enginn annar en Ellert. Mér finnst persónulega fáránlegt að honum finnist þetta skemmtilegur leikur þar sem hann þekkir afar fá knattspyrnumenn, ef einhverja. Hér að neðan er hægt að ná í umtalaðan leik. Úrslitin fylgja með í þessum download-file en eins og margir kannast við þarf maður alltaf að skrifa niður einhver úrslit áður en hægt er að hefja leikinn. Nú þarf sem sagt ekki lengur að giska. Og svo þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að nota svindl fylgir hér eitt gott ráð: Veljið Tranmere í upphafi, veljið persónuleikann „selfish“ og nefnið ykkur mr. (first name) Bulgaria (surname), þ.e. mr. Bulgaria. Þá á Tranmere mjög mikinn pening en á erfitt með að kaupa stóru nöfnin þar sem fáir hafa áhuga á að spila með Tranmere undir stjórn eigingjarns knattspyrnustjóra. Downloada CM 93/94 7.3.03
Vonbrigði kreditkorta Jæja, Birgitta og Hallgrímur fara að öllum líkindum til Lettlands með lagið Segðu mér allt þrátt fyrir að vera ansi líkt öðru lagi og þrátt fyrir að menn hjá STEF séu búnir að ráðleggja Hallgrími að fara ekki með lagið í úrslitakeppnina. Greyið strákarnir í Botnleðju sem eru tilbúnir að selja sig ódýrt þessa dagana. En ég fann nokkur Eurovision-lög á netinu, misgömul og misgóð (eins og gefur að skilja), sem hægt er að downloada hér að neðan: Birgitta Haukdal - Segðu mér allt Bobbysocks - Let it Swing Botnleðja - Eurovísa Brainstorm - My Star Charlotte Nilsson - Take Me to Your Heaven Sandra Kim - J'aime la vie Selma Björnsdóttir - All out of Luck 5.3.03
Segðu mér allt ekki til Riga? Það gæti farið svo að lagið Segðu mér allt eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Birgittu Haukdal, sem vann í undankeppni Eurovision á Íslandi, fari ekki til keppni Riga í Lettlandi eftir allt saman. Lagið þykir of líkt lagi Richard Marx, Right Here Waiting. Um þetta eru menn innan STEF sammála. Í Fréttablaðinu í dag segir að það liggi því beinast við að lag Botnleðju, Eurovísa (sem ég er farinn að halda að sé ekki viljandi orðaleikur), verði sent út sem framlag Íslendinga þar sem það lenti í öðru sæti. Það yrðu að sjálfsögðu gríðarleg vonbrigði fyrir Hallgrím og Birgittu ef lagið yrði stoppað af svo það er vonandi að það verði leyst úr þessu þannig að þau fái að fara. Annars hefur ekki alltaf verið fyrir miklum frumleika að fara í Eurovision. Sem dæmi má taka að nánast allir Íslendingar voru sammála um að lagið sem vann árið 1999 hafa verið stolið. Þá lentum við í 2. sæti með laginu All Out of Luck. Sænska lagið sem vann var greinilega mjög líkt tónlist ABBA. Fyrir þá sem hafa áhuga á að heyra umrætt lag, Right Here Waiting, geta smellt á linkinn hér að neðan til að nálgast lagið á mp3-formi. Því miður er hér ekki til samanburðar lagið Segðu mér allt en flestallir ættu að hafa heyrt það lag svo nú er bara að bera lögin saman. Góðar stundir. Richard Marx - Right Here Waiting 28.2.03
HANN Á AFMÆLI Í DAG Jóhann Már Jóhannsson á afmæli í dag. Hanner 21 árs. Til hamingju með afmælið! Hérna er mynd af súperstjörnunni. Hósanna heysanna Djöfulsins snilld er Jesus Christ Superstar. Mikið að hlusta á þessa „rokkóperu“ þessa dagana eftir fremur góða hvíld frá henni (þetta er sko kvikmyndaútgáfan). Já, sumir vilja eflaust meina að þetta sé DJÖFULSINS snilld en maður veit ekki... Textinn er eiginlega ekkert síðri en tónlistin. Ég held að besta línan sé þegar Kaíafas æðstiprestur reynir að sannfæra Júdas um að hann hafi breytt rétt og bjargað þjóðinni eftir að hafa svikið Jesús í hendur yfirvalda: „You'll be remembered forever for this.“ En ef til vill er mesta snilldin að hafa Júdas Ískaríot svartan í kvikmyndinni. 26.2.03
Kl. 22:41 (skv. Textavarpinu) Ekki missa af The Office í kvöld. Næst síðasti þáttur í geðveikt fyndinni breskri þáttaröð. Veit að Gannels missir ekki af honum! 25.2.03
Gannels in memoriam Jæja, Gannelsinn sjálfur, „mentorinn“ minn, er endanlega hættur að blogga. Hann gaf út yfirlýsingu þess efnis í gær en var reyndar löngu hættur. Það er erfitt að horfa á eftir góðum og ljúfum dreng. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Gannels verður sárt saknað. 20.2.03
Heilræði til blankra Ég fór í mat í gærkvöldi til Svövu systur. Hún bauð upp á hakk og spagettí. Hún sauð alltof mikið af spagettíinu þannig að ég „fékk“ að hirða afganginn. Og nú er ég að borða afraksturinn af eldamennskunni á því. Spagettígraut! Þar sem systa sauð nú spagettíið í gærkvöldi er engin þörf á að endurtaka það. Þannig að maður lætur bara mjólk í pott með því og lætur malla þangað til það byrjar að sjóða. Smakkast svipað og makkarónugrautur. Alveg ágætt. Væri samt alveg til í smá kanilsykur. Reyndar hefði verið sniðugt að nenna að búta spagettíið niður svo ég þyrfti ekki að borða þetta með skeið og gaffli. Nú er bara að vona að Bryndís Schram lesi þetta. 19.2.03
Radiohead á lífi Radiohead eru búnir að taka upp næstu plötu sína. Vefsíðan greenplastic.com sýnir lagalistann yfir þau lög sem gætu komið til greina á nýju plötunni. NME.com segir að líklegasti útgáfudagur nýju plötunnar sé 16. júní. Svo verða Radiohead víst á nokkrum festivölum í sumar skv. NME og segir líklegt að þeir verði á Glastonbury-hátíðinni sem haldin verður 27.-29. júní. Fréttablaðið nefnir í dag að það sé möguleiki á að þeir verði á Hróarskeldu. Ef svo verður mun ég deyja úr öfund út í alla þá sem ég þekki og eru að fara. En Hróarskelda og Glastonbury verða á sama tíma þannig að Radiohead kemst líklega bara á annað festivalið. Sumir eru væntanlega mjög spenntir fyrir nýrri tónlist frá Radiohead. Hér að neðan hef ég ákveðið að setja tvö lög sem eru óútgefin en gætu endað á nýju plötunni sem NME segir að hafi bæði vinnuheitin 2+2=5 og Are You Listening. Þetta eru lögin Lift og There There. Að auki bætti ég við laginu Motion Picture Soundtrack sem var á plötunni Kid A sem kom út árið 2000. Þessi útgáfa er akústísk og að mínu mati mun betri en sú sem endaði á Kid A og var reyndar frekar léleg að mínu mati (hundleiðinlegur hörpuleikur Jonny Greenwood eyðilagði ýmislegt auk þess sem lagið var allt of hægt spilað). Það er meira að segja auka erindi í þessari útgáfu sem því miður var fellt út í stúdíó-útgáfunni. En þar sem þetta eru ekki mp3-lög þarf að hafa svokallað vqf-plugin til að hlusta á þessi lög í Winamp. Því er hægt að downloada hér að neðan líka. Það þarf að installa þessu vqf-plugin í folder sem kallast plugins sem ætti að vera inni í Winamp-foldernum. Ef til vill fleiri Radiohead-lög síðar (í vqf-formati)! vqf-plugin Lift There There Motion Picture Soundtrack Efnisorð: Radiohead Afmæli Hinn mikli Michael Jordan átti afmæli 17. febrúar sl. Gleymdi alveg að óska honum til hamingju með árin 40 en hann er nú ekkert sérlega langrækinn, sem betur fer. Svo fer nú að styttast í afmæli sumra sem vissara er að gleyma ekki! Þá yrði mér líkt við Brútus, aftur. 14.2.03
In My Life Lagið In My Life með Bítlunum af plötu þeirra Rubber Soul frá árinu 1965 þykir mér vera algjör snilld. Fyrir þá sem eru sama sinnis ættu endilega að ná í lagið í útgáfu með Sean Connery annars vegar og Johnny Cash hins vegar. Mjög skemmtilegar og frumlegar útgáfur, þó sérstaklega í búningi Connerys. 13.2.03
Björn sendir skilaboð: „Halló... halló.“ Eins og svo mörgum er kunnugt eru Björn, Sigrún og Tommi á ferðalagi um Evrópu. Þau hafa verið á flakki í rúman mánuð og enn er um rúmur mánuður í að þau komi heim. Ferðinni er nefnilega fljótlega heitið til Tælands. Fyrir okkur, sem erum farin að sakna þeirra verulega, getum við nú séð Björn í um 10 sekúndna video-file með því að ýta hér til að stytta okkur stundirnar. Efnisorð: Björn Algjör súkkulaðirúsína Núna er lag í gangi, og búið að vera alllengi á Skjá Einum og Popp Tíví, sem heitir Kókómalt með Igor. Ég veit ekki hvort Igor sé hljómsveit eða hvort það sé strákurinn sem rappar. Hann var með lag í hitteðfyrra sem heitir, að mig minnir, Ég geri það sem ég vil. En í laginu Kókómalt er Igor greinilega að gera grín að svokölluðum „steríótýpum“. Þetta eru með öðrum orðum eiginlega „hnakkar“ sem hann er að setja út á. Hver man ekki eftir laginu með Buttercup sem heitir, að því ég best veit, einnig Kókómalt þar sem Íris, þáverandi söngkona söng: „Ég get allt/ ég er brún eins og kókómalt.“ Í viðlaginu sínu „syngur“ Igor sem sagt sömu orð. Í umtöluðu lagi segir stelpan sem rappar með honum: „Strákar eru súkkulaði, stelpur kókómalt.“ Fyrst þegar ég sá þetta myndband hugsaði ég hvernig í ósköpunum hann gæti leyft sér að hæðast að þessu lagi (látum nú vera að hann geti hæðst að „hnökkum“), ekki þótti mér það mikið til tónlistar hans koma. En svo það sem fyllti endanlega mælinn var það þegar ég sá Igor (köllum „frontmanninn“ það, hvort sem þetta er sveit eða ekki) þegar hann ákvað að taka þátt í ákveðnu átaki gegn reykingum sem bar yfirskriftina: Hættum að reykja. Þar rappar hann í lagi með ekki minni súkkulaðistrákum og kókómaltstelpum en þeim Hreimi í Landi og sonum, Jónsa í Í svörtum fötum, Birgittu í Írafári og Jóhönnu Guðrúnu. Lagið er annars algjör hörmung og fær mann eiginlega til þess að hugsa alvarlega um það að byrja að reykja, svona í mótmælaskyni. Er Igor ekki súkkulaði? 11.2.03
Transformer Man Ég á DVD með Neil Young á tónleikum í Berlín frá því árið 1983. Ekki nóg með það heldur á ég þessa tónleika líka á VHS. Það væri frábært, þar sem Neil Young er nú frábær tónlistarmaður, ef ekki væri fyrir það að þetta eru ömurlegir tónleikar. Þeir sýna hann á sínu allra versta skeiði á ferlinum! Ástæðan fyrir því að ég á þessa tónleika bæði á mynddiski og myndbandi er eiginlega tilviljun... Neil Young tekur þarna lög með ógeðslegum tölvuhljóðum þannig að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Ég ákvað að skellihlæja. Hörðustu aðdáendurnir sem ég þekki, Davíð og Tommi, eru ekki búnir að fyrirgefa mér fyrir að hafa sýnt sér þetta. Upp úr standa í ógeðslegheitum lögin Computer Age og Transformer Man. Nú um daginn náði ég mér í Unplugged tónleika með Neil Young á Kazaa (ótrúlegt hvað sumir tónlistarmenn eru örlátir að hafa þetta á netinu). Þar tekur Neil Young lagið Transformer man í „acoustic“ útgáfu og viti menn... Lagið er frábært! Þannig að þessa dagana er ég eiginlega að gæla við það að mér verði loks fyrirgefið. Ég vara fólk sterklega við því að kynna sér áðurnefnd lög í upprunalegum búningi. 7.2.03
Buddy Holly dáinn Lagið American Pie með Don McLean fjallar um Buddy Holly eins og margir vita. Fjallar eiginlega frekar um daginn sem hann dó í flugslysi ásamt t.d. Ritchie Valens þann 3. febrúar 1959. Þetta er gott lag að mínu mati og veit að Jóhann og Hjörleifur elska það. Þess vegna vil ég benda þeim sem fíla lagið á áhugaverða síðu sem kryfur lagið all rækilega og meira en það en textinn er uppfullur af tilvísunum. Svo er ekki úr vegi að kynna sér Buddy Holly fyrst Don McLean kallar dánardag hans daginn sem tónlistin lést - the day that music died. Hann er með nokkur ágæt lög en ég er nú ekkert sérlega hrifinn af því sem ég hef heyrt: Peggie Sue, Earth Angel og Every Day (lag sem Don McLean koveraði). |