Freysier

Krein fjölskyldan


30.6.03
 
Að leita langt yfir skammt

Vá, maður, búinn að vera að læra eitthvað rugl eins og & a a c u t e; = á en það er víst eilítið auðveldara að fara bara í settings og setja á language: Icelandic. Takk, Auður.


 
Enn af Radiohead

Rakst á viðtal við Thom Yorke í gegnum greenplastic.com sem er á MTV-vefnum. Hér. Radiohead var að spila um helgina á Glastonbury. Umfjöllun hér og hér (lagalisti). Komið á hreint hver næsti singull verður, Go to Sleep. Kom mér mjög á óvart svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bjóst við því að það yrði 2+2=5 eða Where I end and you begin.

Efnisorð:




27.6.03
 
Vandam?l me? ?slenska stafi

Eins og íslenskir notendur blogger.com (sem gefur fólki færi á að setja upp bloggsíðu sem nafn.blogspot.com) gætu hafa tekið eftir þá hefur undanfarið ekki verið hægt að setja inn íslenska stafi eða alveg síðan að þeir hjá blogger.com gerðu breytingar á viðmóti fyrir notendur sem heppnaðist mjög vel nema að þessu leyti. En það er til ráð við þessu. Það er reyndar svolítið mál að gera þetta því þetta tekur nokkuð langan tíma. Það sem þarf að gera er að nota tákn sem tölvan útfærir síðan sem íslenska stafi. Hér að neðan er sýnt hvaða tákn á að nota fyrir hvern staf en athugið að bilin á milli stafanna eiga ekki að vera, þetta verður bara að vera svona því annars myndi tölvan breyta táknunum í bókstafi! Þetta þýðir sem sagt að ef einhver vill skrifa bókstafinn Á verður hann að gera & A a c u t e ; en eins og áður segir mega bilin ekki vera.

En svona er þetta annars hægt:
& A a c u t e ; - Á
& a a c u t e ; - á
& E T H ; - Ð
& e t h ; - ð
& E a c u t e ; - É
& e a c u t e; - é
& I a c u t e ; - Í
& i a c u t e ; - í
& O a c u t e ; - Ó
& o a c u t e ; - ó
& U a c u t e ; - Ú
& u a c u t e ; - ú
& Y a c u t e ; - Ý
& y a c u t e ; - ý
& T H O R N ; - Þ
& t h o r n ; - þ
& A E l i g ; - Æ
& a e l i g ; - æ
& O u m l ; - Ö
& o u m l ; - ö


 
Miss Hawkvalley

Ég var að lesa grein á fokus.is. Ekki ný grein en ég var bara ekki búinn að rekast á hana áður. Greinin rekur feril Birgittu Haukdal og spyr hvort íslenska þjóðin muni aldrei fá nóg af Birgittu. Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér (eins og örugglega margir langþreyttir menn), þ.e. hvort Birgitta þurfi ekki að passa sig að vera ekki svona áberandi allt árið um kring. Nú er náttúrlega það nýjasta að hún er að leika í uppfærslu á söngleiknum Grease.

Greinin heitir Fáum við aldrei leið á Birgittu? en hægt er að lesa hana með því að smella hér.

Óli Palli á Rás 2 og dr. Gunni eru krafðir skýringa á vinsældum Birgittu og öllu fárinu í kringum hana. Það er nokkuð athyglisvert það sem dr. Gunni segir: „Það þarf frekar hrottafenginn einstakling til að láta hana fara í taugarnar á sér.“


26.6.03
 
Afmæliskrakki

Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, á afmæli í dag. Hann er 34 ára gamall.

Af því tilefni er hér tengill á viðtal við Radiohead á netinu sem mun birtast í júlíhefti tímaritsins Spin. Mjög fróðleg og skemmtileg grein um hljómsveitina en höfundur talar við alla meðlimi hennar, þó er áberandi minnst vitnað í Phil Selway, trommuleikara.

Smá brot af fróðleiksmolum sem koma fram í greininni:
Jonny Greenwood samdi lokalagið á Hail to the Thief, A Wolf at the Door (hann samdi líka lokalagið á Ok Computer, The Tourist. Thom Yorke samdi samt textann við A Wolf at the Door.
Ed O'Brien, gítarleikari, er mikill aðdáandi U2 og fer t.a.m. mjög fögrum orðum um lagið Stuck in a Moment You Can't Get Out Of. Skrítinn tónlistarsmekkur manns sem er hluti af bestu hljómsveit heims, ha.

Þeir sem vilja fræðast aðeins meira um afmælisbarnið geta smellt hér. Þar kemur t.d. fram að uppáhalds lagið hans Colins er Man on the Moon með REM (eða var það allavega þegar hann var spurður).

Efnisorð:




24.6.03
 
Það styttist í næstu plötu hljómsveitarinnar Muse en hún hefur áður gert hinar ágætu Showbiz og Origin of Symmetry. Á netinu er flott, íslensk síða tileinkuð hljómsveitinni en slóðin er www.dead-star.net. Þar kemur fram að næsta smásk?fa Muse ver?i Stockholm Syndrome.

Stockholm-heilkennið er nokkuð skondið en nafnið rekur rætur sínar til ársins 1973 er tveir fyrrum fangar frömdu bankarán í Stokkhólmi. Þeir tóku fjóra starfsmenn, þrjár konur og einn karl, í gíslingu í sex daga. Það skondna er að þegar yfirvöld reyndu að bjarga gíslunum, þráuðust þeir við og reyndu að hjálpa bankaræningjunum. Síðar giftist m.a.s. ein konan öðrum ræningjanum!

Meira um þetta hér.


19.6.03
 
Time to pay
Finnst þægilegast að borga þennan á eindaga, helst þannig að ég þurfi að hlaupa smá spotta rétt fyrir lokun.



18.6.03
 
Þetter júróvisjónlag, þetter júróvisjónlag, þetter alveg týpískt júróvísjónlag...

Hvað ætli það hafi verið samin mörg lög vegna Eurovision? Á þessari síðu er hægt að sjá öll lög í undankeppnum fyrir keppnina sem haldin var fyrr á árinu og þau eru nú barasta býsna mörg! Var byrjaður að telja, gafst upp eftir tólf lönd en þá var ég kominn upp í 138 lög! Athugið að keppnin hefur verið haldin síðan 1956. En það er nú meira skemmtilegt á áðurnefndri síðu. Vissuð þið að „meðalsætið“ okkar í Eurovision er 13,4 en ekki 16 (lentum þrjú fyrstu árin okkar í 16. sæti og síðan ekki söguna meir)? Meðalstigafjöldi Íslendinga er svo 47,7 stig en eru þar samt einungis í 24. sæti.

Ég væri svo til í safnplötu með öllum íslensku lögunum sem tekið hafa þátt í undankeppni fyrir Eurovision.


16.6.03
 
Lærið sænsku
Jæja, er ekki löngu kominn tími á að læra sænsku? Á þessari síðu er eitt orð á dag til að læra. Fyndnasta heiti á bloggsíðu sem ég veit um...


 
Kover-lög

Mér líkar ekkert sérlega vel við þýðinguna „ábreiða“ sem þýðingu á því þegar einhver flytur lag eftir annan, þ.e. breiðir ofan á lagið eða yfir það. Kallast cover á ensku. Þarfnast að mínu mati betri þýðingar.

Mér líkar þó mjög vel við kover-lög, þ.e.a.s. ef þau eru góð. Frábært þegar búin er til góð útgáfa af lagi sem mér hefur þá þótt fram til þess tíma lélegt. Einnig er gaman að heyra frumlega og góða útgáfu af góðu lagi. Þannig að það mér finnst ákaflega dapurt þegar breitt er yfir góð lög þannig að lélega tekst til.

Þeir sem deila þessu áhugamáli með mér ættu að skoða síðuna covers.wiw.org. Sú síða hefur að geyma upplýsingar um hljómsveitir og einstaka tónlistarmenn sem hafa breitt yfir lög annarra og einnig um lög þeirra sjálfra sem breitt hefur verið yfir af öðrum. Þarna er ekki bara um „stúdíó“-upptökur að ræða heldur er einnig nefnt tónleika sem lögin hafa verið flutt á. Ástæðan fyrir því að ég fann þessa síðu er sú að ég heyrði um lagið Suicide is Painless í útgáfu sem ég hafði ekki heyrt, hélt að lagið væri eign Manic Street Preachers en er víst Johnnys Mandels.

Af þessu tilefnu hef ég ákveðið að taka saman nokkur kover-lög sem ég held upp á og man eftir og svo önnur sem mér finnst slæm.

Góð:
Cowboy Junkies - Blue Moon (a Song for Elvis): Lag sem Elvis gerði mjög þekkt, kíkið líka á Velvet Underground-lagið Sweet Jane með sömu hljómsveit.
Radiohead - Nobody does it Better: Lag úr James Bond með Carly Simon, betri útgáfa með Radiohead if you ask me.
Flaming Lips - Knives Out: Virkilega flott útgáfa af Radiohead-lagi. Betri en frumútgáfan?
Johnny Cash: Búinn að gefa út 4 kover-plötur að því er ég held. Skemmtilegt lagaval.
Joe Cocker - With a Little Help from My Friends: Eitt flottasta kover-lag sem ég hef heyrt. Gerir betur en sjálfir Bítlarnir sem settu þetta lag á eina af bestu plötum sínum!
Muse - Feeling Good: Lag sem Nina Simone flutti.

Vond:
Vonda Shephard: Hin vonda Vonda er af hinu vonda. Það nýjasta sem ég heyrði með henni var Alone Again (Naturally) eftir Gilbert O'Sullivan sem er býsna gott en henni tekst að eyðileggja það.
Wet Wet Wet - Yesterday: Strákana vantaði greinilega pening á sínum tíma, tóku upp karaoke-útgáfu af laginu sem á víst að vera mest koveraða lag allra tíma.
Regína Ósk - Don't try to Fool Me: Eitt af mínum uppáhalds íslensku lögum, þ.e.a.s. þegar Jóhann G. Jóhannsson tekur það.
Björgvin Halldórsson: Einn af þeim þreyttari í bransanum og seinasta fórnarlamb sem ég man eftir var Megas, Bo tók t.d. Spáðu í mig.

Hefur þú einhverju við þetta að bæta?

Efnisorð:




12.6.03
 
Hvernig ætli lífið verði eftir 522 ár?


6.6.03
 
The Creature Wasn't Nice

Aðdáendur Naked Space, kíkið á þessa síðu! Einhver brjálaður aðdáandi er búinn að koma upp síðu með einni bestu grínmynd sem ég hef séð. Ég vona bara að hann hafi fattað að þetta er grínmynd...


5.6.03
 
Hvar eru þeir nú?

Nú þegar NBA-úrslitakeppnin stendur sem hæst, spyrja margir: „Hvar er Cliff Levingston?“ Fyrir þá sem ekki muna varð Levingston tvisvar sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls í upphafi síðasta áratugar. Í dag er hann kominn í vandræði því FBI handtók hann í júní í fyrra fyrir vangoldin barnameðlög. Hann hafði ekki greitt meðlag í nokkur ár og var skuldin komin upp í rúmlega 100.000 dali!

Og fyrst farið er að tala um fyrrverandi meistaralið Bulls þá er hægt að fá á þessari síðu áritaða mynd af B.J. Armstrong sjálfum fyrir einungis 23 dollara!


2.6.03
 
Getraun
Hver er Azreal?