Freysier

Krein fjölskyldan


21.8.03
 
Svolgrarar og aðrir áhugamenn athugið

Rakst á bjórsíðu á netinu. Já, ég rakst á hana fyrir „tilviljun“. Ég sörfa ekki á netinu til að leita mér upplýsinga um bjór.

Þessi síða er með, eins og er, lista yfir 2246 bjóra frá 74 löndum og er þessum bjórum raðað upp þannig að hægt er að skoða lista yfir hvaða bjórar eru bestir, hverjir verstir, stærð bjóra og alkóhólprósentu.

Einn íslenskur bjór er í gagnagrunninum, Víking. Hann er í öðru sæti yfir bestu bjórana með 7.76 í einkunn. Þess má geta að allir þeir sem skoða síðuna geta gefið sína einkunn, t.a.m. hækkaði einkunnin á Víking bjór úr 7.75 í 7.76 eftir að ég hafði gefið honum 10 í einkunn. Greinilega margir Íslendingar sem skoða þessa síðu.

Meðal verstu bjóra að mati lesenda síðunnar má nefna Rock & Roll frá Finnlandi. Bara nafnið ætti að hækka einkunnina um svona eins og alveg tvo heila.

Hæsta alkóhólprósentan í bjór er 17% sem er nú bara býsna mikið. Bjóst ekki við að það væri hægt að fara svo ofarlega.



15.8.03
 
Menningarþyrstum drekkt í Ælu

Menningarnótt á morgun og Æla að spila. Ætla að reyna að fara. Það var fjallað um strákana í útvarpinu í morgun, ekki bara á einni útvarpsstöð heldur bæði á Rás 1 og Rás 2! Að vísu er Morgunvaktin á samtengdum rásum...

Það var sem sagt verið að kynna tónleikana sem fram fara í Tjarnarbíói en Kimono standa víst fyrir þeim. Útvarpsmaðurinn sagði eitthvað á þessa leið er hann kynnti Ælu: Pönksveit með húmor, kannski brandarapönk. Þegar þessi hljómsveit með þessu geðþekka nafni hefur lokið sér af...

Vel af sér vikið hjá Penna, Ævari, Halla Valla og Haffa en Trommi mun leysa hinn síðastnefnda af annað kvöld.

Annars er fróðleg og skemmtileg grein um Kimono á Huga þar sem meðal annars er útskýrt hvað nafnið þýðir og einnig eru hljómsveitirnar sem koma fram taldar upp.




14.8.03
 
Gvarergvarergvarergvarer húfan mín?
Lag sumarsins er án nokkurs vafa Húfan með Guðjóni Rúdolf. Held að Rás 2 sé eina útvarpsstöðin sem spilar lagið.


13.8.03
 
Örvhentir eru líka fólk!

Já, ótrúlegt en satt. Annars er dagur örvhentra í dag. Það er fáránlegt hvað þeir hafa þurft að þola. Fann skemmtilega grein á netinu. Hér er smá brot úr henni:

„Fyrir mörgum öldum lýsti kaþólska kirkjan því yfir að örvhent fólk væri þjónar Djöfulsins. Þetta leiddi til þess að öldum saman áttu örvhentir nemendur í kaþólskum skólum afar erfitt uppdráttar og voru yfirleitt þvingaðir til þess að nota hægri hendina í stað þeirrar vinstri. Þetta var meðal annars gert með því að binda vinstri hönd nemandans við stólinn eða binda á hönd hans mjög þröngan vettling án þumla, nokkurs konar poka. Slíkar og þvílíkar aðferðir voru alsiða á Íslandi langt fram á 20. öldina og margt eldra fólk sem fæddist örvhent hefur alla sína ævi notað hægri hendina.

Allt þar til fyrir fáum áratugum var það gild skilnaðarorsök í Japan ef eiginmaðurinn komst að því að eiginkona hans væri örvhent. Flestir bera giftingarhring á vinstri hendi og það byggir á þeirri fornu trú að þar sé hann vörn fyrir illum öndum sem sæki að hjónabandinu.

...

Í arabalöndum er hægri höndin aðeins notuð til að snerta líkamann fyrir ofan mitti. Vinstri höndin er talin óhrein og þess vegna má ekki snerta líkamann neðan nafla nema með vinstri hendi.“

Þá er frægt örvhent fólk talið upp í lok greinarinnar.

Mig minnir að á Íslandi starfi a.m.k. eitt félag örvhentra, held að það heiti Ögmundr. Fann annars ekkert um það á netinu.

Svo er ýmsum spurningum svarað á Vísindavefnum.
Vísindavefurinn fjallar einnig um uppruna orðanna rétthentur og örvhentur.


11.8.03
 
Fleiri textabrot

Einn starfsmanna Fréttablaðsins raular þetta stundum:

allt sem þú lest er lygi.
bíddu nú við,
lýgur þá fréttablaðið af einskærum sið eða til hugsunaruppeldis?

Þess má geta að hann er söngvari hljómsveitarinnar Maus og það sem þyrfti ekki endilega að koma hér fram er að þetta var gefið út áður en Fréttablaðið hóf göngu sína.


 
Logsins

Finnst lítið til Lands og sona koma en rakst nú á skemmtilegt textabrot með hljómsveitinni af síðustu plötu, Happy Endings:

You can take the dishes but you can't take my cd's.

Kannski þetta sé ástæðan fyrir því að þeir meikuðu það ekki, bara þeir sem mæltir eru á íslenska tungu skilja þetta. Held samt ekki.


8.8.03
 
Náði í myndirnar mínar úr framköllun í gær frá frábærri Þjóðhátíð. Ótrúlegt hvað þetta er ódýrt þegar svona margar myndir eyðileggjast og ekki hægt að framkalla þær. Ætla mér í framtíðinni að muna eftir því að gleyma því alltaf að nota flassið.


 
Useless information?

Fann skemmtilega síðu á netinu, amusingfacts.com. Tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir (vona allavega að þetta séu staðreyndir).

On November 29, 2000, Pope John Paul II was named an "Honorary Harlem Globetrotter."
The Bible has been translated into Klingon.
Ernest Vincent Wright wrote a fifty thousand-word novel, "Gadsby," without any word containing the letter "e."
The word Karate means, "empty hand."
There are 158 verses in the Greek National Anthem.
TIME magazine's Man of the Year for 1982 was the computer.
The most popular recipient of Valentine cards are school teachers.
The term "mayday" used for signaling for help (after SOS) comes from the French "M'aidez" which is pronounced "MAYDAY" and means, "Help Me."
The colour blue has a calming effect. It causes the brain to release calming hormones.
Gloucestershire airport in England used to blast Tina Turner songs on the runways to scare birds away.
The song with the longest title is "I’m a Cranky Old Yank in a Clanky Old Tank on the Streets of Yokohama with my Honolulu Mama Doin’ Those Beat-o, Beat-o Flat-On-My-Seat-o, Hirohito Blues" written by Hoagy Carmichael in 1945. He later claimed the song t.
Tohru Iwatani, the inventor of the video game Pac-Man, came up with the idea when he saw a pizza with a slice missing at a dinner party.
The MGM lion, whose name was Leo, lived in Memphis until his death.
The name "Muppet" was coined by Jim Henson. The word was made from a combination of the word "marionette" and "puppet."
The name for Oz in "The Wizard of Oz" was thought up when the creator, Frank Baum, looked at his filing cabinet and saw A-N, and O-Z, hence "Oz."
The Walt Disney character Donald Duck's middle name is Fauntleroy.