Freysier

Krein fjölskyldan


15.2.04
 
Er glasið hálffullt eða hálftómt?
Ef drykkurinn í glasinu er góður er það hálftómt, ef hann er vondur er það hálffullt.


10.2.04
 
Andlát

Vinur minn, Hlynur, er látinn. Mér þykir við hæfi að minnast mannsins sem var mér svo mikill innblástur (einkum í 8. bekk) svo:

Allt í einu er komið vor
á milli puttanna hef ég hor.
Kúkur minn er linur
alveg eins og Hlynur.
Ég er voða góður að ríma
alveg eins og Bjarni.

(Þess má geta að fréttir af andláti Hlyns eru náttúrlega stórlega ýktar - hann er bara hættur að blogga!)


7.2.04
 
Freysi er 1 árs

Í dag, 7. febrúar 2004, á ég, Freysier Krein, afmæli því það er nákvæmlega ár liðið frá fyrstu færslunni. Svo heppilega vill til að Tóti (sem á ekki einu sinni afmæli fyrr en á mánudaginn!) ætlar að halda upp á tvítugsafmælið sitt í kvöld og að sjálfsögðu læt ég ekki slíkt tækifæri ganga mér úr greipum. Gestum í afmæli Tóta er þannig einnig boðið í afmæli til mín sem haldið verður á sama stað! Þrátt fyrir að leti og hirðuleysi hafi einkennt þessa síðu undanfarna mánuði er ekki þar með sagt að ekki verði haldið upp á tímamótin.

Á þessu eina ári sem liðið er hafa einungis 60 færslur litið dagsins ljós, þessi er sú 61. Það er meira en ég átti von á áður en árið var gert upp en þá kom í ljós að í júní sl. voru 15 færslur og í febrúar 13 en aftur á móti engar í maí og september á síðasta ári og janúar á þessu. Geri aðrir verr.

En núna ætla ég að fara að skoða á mér naflann og athuga minn gang varðandi síðuna.