Freysier

Krein fjölskyldan


22.11.04
 
Var að hlusta á Poppland fyrr í dag og þar voru tónleikar Beach Boys í gærkvöldi sagðir frábærir. Danni í Maus og Eyjólfur Kristjánsson gáfu báðir tónleikunum einkunnina 9,5 og vildi Danni m.a.s. meina að Mike Love væri aðalmaðurinn í Beach Boys en ekki Brian Wilson; BW hefði samið flest lögin en ML séð um textana. Gagnrýni mín var þá e.t.v. of harkaleg.



19.11.04
 
Komiði sæl.

Mig langar að benda á síðuna Timarit.is. Á forsíðu stendur m.a.: „Á Timarit.is er hægt að skoða og fletta í 211 blöðum og tímaritum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, m.a nær öllum sem gefin voru út fyrir 1920. Hundruð þúsund síðna úr þessum tímaritum eru aðgengilegar á vefnum [...] og stöðugt bætast fleiri síður við.“ Þetta þýðir sem dæmi að hægt er að skoða 1. tbl. 1. árg. Morgunblaðsins frá 1913. Þá var nú hægt að fá blaðið í lausasölu á 3 aura. Þarna eru svo auðvitað mun fleiri áhugaverð blöð og tímarit. Ég man t.d. þegar maður lærði utan að þurrar staðreyndir í FS um t.a.m. Ármann á Alþingi, Fjölni og Skírni - tímarit sem eru aðgengileg á síðunni eftir að búið er að setja upp vefskoðarann sem til þarf (sem er mjög auðvelt).

Að lokum legg ég til orðið kúklingur (borið fram þannig að það rími við kjúklingur).

Fariði sælli.