Freysier

Krein fjölskyldan


27.12.05
 
Fróðleiksmoli dagsins
Mér var sagt fyrir svolitlu síðan hvers vegna þátturinn Kryddsíld, sem er ár hvert á Stöð 2 á gamlársdag, heitir því sérkennilega nafni (þ.e. miðað við að fréttamenn fá stjórnmálamenn til sín til þess að ræða um árið sem er að líða o.fl.). Ástæðan mun vera sú að danska orðið krydsild var þýtt í frétt Morgunblaðsins frá árinu 1981 sem 'kryddsíld' en það er víst röng þýðing þar sem krydsild þýði 'tvíeldar' (eða jafnvel 'krosseldur'?) í beinni merkingu. Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu nokkrum vikum síðar segir meðal annars: „Maður hefði nú einmitt haldið að blaðamenn vissu að á blaðamannamáli er orðið „krydsild“ notað um það þegar tveir eða fleiri fréttamenn eiga viðtal við fólk í einu.“ Stöð 2 hefur þá skírt áramótaþáttinn sinn þessu skemmtilega nafni „í höfuðið á“ ruglingnum.

Hér eru fréttin og greinin þar sem misskilningurinn er útskýrður. Ég segi nú bara: Ekki bögga Velvakanda!


24.12.05
 
Kertasníkir
Gleðileg jól! Vonandi höfum við það öll sem best um jólin. Jólalag dagsins er jafnvel uppáhalds jólalagið mitt en það er kannski bara einhver nostalgía. Nei, mér finnst þetta lag alveg frábært. Sjáumst.


23.12.05

22.12.05

21.12.05

20.12.05

19.12.05

18.12.05

17.12.05

16.12.05
 
Pottaskefill
Hver var að hringja? Sendu SMS í 118. Já er svarið.

Hmm...


15.12.05
 
Þvörusleikir
Óþæg börn fá kartöflu í skóinn.


14.12.05
 
Stúfur
Hvort er það Stekkjastaur eða Stekkjarstaur?




13.12.05

12.12.05
 
Stekkjastaur
Hér er jólalag dagsins.

Efnisorð:




25.11.05
 
Jólahugvakning
-Athugið að í hugvekjunni eru margar spurningar. Ekki er nauðsynlegt að svara þeim öllum.

„Tæplega 10.000 Íslendingar á öllum aldri hafa kolfallið fyrir Ferðalagi keisaramörgæsanna. Síðustu helgi var margsinnis uppselt og þurftu sumir frá að hverfa. Tryggðu þér miða í tíma um helgina því ekkert lát er á aðsókninni.“

Einhvern veginn svona eru margir viðburðir auglýstir. En þessar auglýsingar hafa fengið mig til að hugsa: Að hverjum er auglýsingunni eiginlega beint? Hver er(t) ÞÚ í tryggðu?

Auglýsingunni virðist beint að mér — en ekki bara mér heldur öllum öðrum sem hafa áhuga á kvikmyndum. Auglýsandinn virðist þannig bera mikla umhyggju fyrir mér sem öðrum því hann segir að ef ég kaupi ekki miða sem allra fyrst getur verið að ég fari fýluferð í bíóið. En fyrst ekkert lát er á aðsókn af hverju lætur auglýsandinn okkur þá vita af því? Hann gerir greinilega ráð fyrir því að það verði uppselt og hefur miklar áhyggjur af því að ÉG fái ekki miða. Ég var búinn að gleyma þessari mynd en nú langar mig svo sannarlega að sjá hana. En þeir sem fóru fýluferð um seinustu helgi eru ekki búnir að gleyma! Er þá auglýsingunni eftir allt saman ekki beint að fólki eins og mér sem hafði jafnvel ekki einu sinni heyrt um myndina? Þökk sé elskulegum auglýsanda get ég núna tryggt mér miða í tíma, þ.e.a.s. á undan hinum; það verða bara einhverjir aðrir sem fara fýluferð. Setningin „ekkert lát er á aðsókninni“ eykur líklega bara aðsóknina. Verða ekki fleiri í þetta skipti sem þurfa „frá að hverfa“? Varla geta allir tryggt sér miða í tíma?


27.9.05
 
Það var klukkað mig

1. Mér finnst frekar óþægilegt að blogga og er frekar hræddur við „bloggheiminn“. Mér finnst m.a.s. frekar óþægilegt að „kommenta“ á síðum annarra og geri það aðeins á örfáum síðum. Ég hef oft byrjað á athugasemd en hætt við að birta hana. Bloggfærslur mínar hafa sjaldan verið mjög „persónulegar“.

2. Þegar ég var lítill fannst mér gallabuxur ógeðslegar. Mamma fékk einu sinni lánaðar gallabuxur út úr búð og lét mig máta. Ég öskraði á meðan og var ekki lengi að klæða mig aftur úr þeim. Ég gekk á tímabili í gallabuxum og hef átt nokkrar. Í dag geng ég ekki í gallabuxum.

3. Ekki koma við bringuna á mér!

4. Í 10. bekk vorum við Björn og Jóhann saman í bekk. Við vorum saman í bókfærslu á föstudögum sem var valfag og því vorum við búnir seinna en flestir aðrir í skólanum. Á föstudögum fórum við í föstudagsleikinn sem gekk út á það að snúa sér í um 20 hringi (þeir gátu verið fleiri eða færri) með skólatöskurnar framan á okkur. Að því loknu reyndum við að hlaupa hver á annan. Eitt sinn fórum við í leikinn miðvikudaginn fyrir páska þar sem ekki var kennt föstudaginn langa.

5. Ég opna pulsupakka oftast með skeið.

Ég klukka Björn, Gullu, Gunnar, Hjörleif og Tomma.

Efnisorð:




13.2.05
 
Ég heyrði þennan brandara um daginn í Popplandi:

I married Neil Young.

Og nú er spurt: Hver mælti svo í Njálu?