Freysier

Krein fjölskyldan


25.5.07
 
VISSIR ÞÚ AÐ ...

... Karl Wernersson (44), sem talinn er 6. ríkasti Íslendingurinn nú um stundir, á kraftmesta Hummer landsins, með 650 hestöfl undir húddinu?!?


12.5.07
 
Gítarsólóið

Íslenska þjóðin er í öngum sínum eftir útreiðina sem Valentine Lost fékk í Eurovision á fimmtudaginn. Það eru margar hugmyndir uppi um það hvers vegna í ósköpunum íslenska lagið komst ekki áfram; sumir tala um að austur-evrópsk mafía, sem veit ekki aura sinna tal, vinni markvisst gegn okkur og öðrum þjóðum í Vestur-Evrópu, aðrir um að textinn hafi ekki verið góður. Ég held að allir séu sammála um að textinn var mjög slappur en það er spurning hve þungt það vegur. Enginn lætur það hvarfla að sér að lagið hafi ekki verið nógu gott.

Ég hef hins vegar aðra skýringu á lélegu gengi okkar: Gítarsólóið var allt of stutt. Í keppninni hér heima var gítarsólóið í Ég les í lófa þínum um 20 sekúndur en það er ekki nema 10 sekúndur í ensku útgáfunni.
Hlustið bara sjálf:

Íslenskt gítarsóló
Útlenskt gítarsóló