Freysier

Krein fjölskyldan


16.7.07
 
Ég er nýkominn af Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og í næsta mánuði er það svo annað festival, LAGB-hátíðin. Þar verður aldeilis sukkað! Aðstandendur hátíðarinnar hafa sett „lænöppið“ og dagskrána á netið (http://www.kcl.ac.uk/content/1/c6/02/78/38/kclprognew.pdf) og þar kemur einnig fram hverjir munu „headlæna“. Fram koma margir þekktir málvísindamenn sem einkum stunda rannsóknir við breska háskóla en tveir fyrirlesarar koma frá Háskóla Íslands.

Þetta var djók með að það yrði sukkað. Um er að ræða málvísindaráðstefnu (eða málfræði-) sem verður haldin í London 29. ágúst–1. september nk. en LAGB stendur fyrir Linguistics Association of Great Britain.

Þegar ég var á Hróarskeldu fyrr í mánuðinum hugsaði ég stundum um hvað múgæsingur á popptónleikum getur verið fáránlegur. Dæmi: Bob Dylan stígur fram á sviðið og segir: Hi, I'm Bob Dylan. Þá tryllist allt og fólk öskrar og klappar, þó ekki vegna þess að það hafi efast einhverja stund og hugsað: Hm, er þetta kannski ekki örugglega Bob Dylan? Er ég kannski að fara mannavillt?

Svona lagað gerist hins vegar sjaldan á málfræðiráðstefnum. Ef Anders Holmberg (þekktur málvísindamaður) stígur upp í pontu og segist heita Anders Holmberg fær hann engin viðbrögð frá áheyrendum nema kannski í besta falli: Yeah, I know.

En já, við erum nokkur að fara, tveir kennarar og fjórir nemendur. Til að fjármagna ferðina fundum við mjög góða leið og vonandi munu fleiri íslenskunemar geta fetað sömu leið síðar.

Efnisorð: